27.6.2009 | 21:15
Dagur átta - sólskinsdagur
Klukkan var ekki nema tíu í morgun þegar við vorum komin í sveitina.
Nú stóð til að taka til hendinni svo um munaði,enda ekki alltaf sem maður hefur tvær vinnukonur til verkanna.
En þær voru ekki lengi að átta sig á aðstæðum. Eins og veðrið var og allt mannlíf í sveitinni var augljóst að hægt var að finna sér ýmislegt skemmtilegt að fást við annað en að bera á palla eða grisja rófur og reyta arfa.
Þær settust samstundis að samningaborði og tældu fljótlega langömmu sína háaldraða til að vinna öll verstu verkin - að sjálfsögðu með ömmunni og afanum.
Sjálfar lögðust þær út, eða svo gott sem.
Að vísu komu þær heim til að borða í hádeginu en voru annars að mestu á flandri um sveitina. Léku á trambolíni og lögðu sig í hengirúmi. Fóru á strandblakmót og þeystu um á fjórhjóli. Ömmurnar svitnuðu í rófugarðinum á meðan, báru á kartöflurnar og allt sem átti að fá áburð, en afinn bar á pallinn og sló í kringum trén ömmunnar.
Svo að síðustu komu þær þó á hjólinu með frænku sinni til að líta á verksummerki.
Júlía kom með og Una sýndi henni hvað rófugarðurinn liti orðið ljómandi vel út. Þær voru alveg sammála um það. Þetta hefði bara tekist nokkuð vel hjá gömlu konunum.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallelgar myndir Helga mín og veðrið var yndislegt á suðurlandi. Við vorum á Þingvöllum í sól og bliðu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.6.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.