Löggan eyðir gróðri í stórum stíl

Sem er bara gott, þar sem um er að ræða eiturefni og verstu skaðræðisplöntur, sem ekki eiga skilið að lifa.

Ég er áhugamanneskja um ræktun góðra og hollra jurta af öllum tegundum og þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir áðan - í miðri kreppunni - datt mér dálítið í hug.

Hvað gerir löggan við alla pottana þegar búið er að farga plöntunum úr þeim? Þetta eru flottir pottar, upplagðir fyrir trjáplöntuuppeldi. Væntanlega eru þeir hluti af málsgögnum í einhvern tíma, en hvað svo? Ekki kæmi mér á óvart að þeir væru bara keyrðir á haugana - í  miðri kreppunni! Löggan hugsar örugglega ekkert útí að þarna er um heilmikil verðmæti að ræða sem margur garðyrkjubóndinn eða frístundaræktandinn myndi glaður vilja hirða, eða kaupa fyrir lítið. 

Varla getur verið að pottunum sé skilað aftur til fyrri eigenda? En hvað veit maður? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband