Og enn kemur myndagáta

Þarna í ljósmyndasafninu er ótalmargt skemmtilegt.

Myndirnar eru merktar, eða með myndatexta, en ekki allta rétt, sem kannski er ekki von þar sem þetta berst að úr ýmsum áttum og ljósmyndarinn kannski löngu fallinn frá.

Þarna fann ég eina mynd sem sögð er úr Hrunamannahreppi, stúlka með hunda, en ég kannast ekkert við bæinn eða umhverfið. Önnur mynd af heyflutningum held ég geti verið frá sama bæ, en þekki ekki. Þarna er oft sagt að myndin sé úr Hrunamannahreppi en síðan nefnd bæjanöfn í Hvolhreppi. Mig grunar að þetta gæti verið untitled_16untitled_17untitled_13þaðan. Veit nokkur?

Svo er ein mynd af stóru húsi og mörgum krökkum.

Þar finnst mér ég þekkja svip frá Unnarholtskoti, getur það verið rétt? Hvað heita þá þessir krakkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Mér finnst fúlt að það eru engar myndir úr Sandvík eða Sandvíkurhreppi. Búhú.

Josiha, 2.2.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekkert þekki ég af þessu. En það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá Untitled 13 var Arnarholt í Stafholtstungum. En líklega er það tóm tjara.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 3.2.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Rétt frændi - tjara er það. Þarna þekki ég tvær systur og líklega ungan bróður þeirra.

Ef þetta væri tekið í Arnarholti gætu þeir bræður Siggi og Búmmi ásamt Kollu systur verið börnin á túninu, en þar áttu þau heima áður en fjölskyldan flutti að Kjartansstöðum í Flóa 1950.

Helga R. Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:05

4 identicon

Minn maður þekkir ekki þessa bæi úr Hvolhreppnum, hvað þá ég.

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband