Hvernig verður skýla skjóla?

Ég sá um daginn svolítið furðulega frétt í blaði. Einhverju blaði sem ég man ekki að nefna.  

Ekki man ég heldur hver, en einhver stofnun, ég held kannski skóli, hafði sett sér það háleita markmið að finna gott íslenskt nafn á höfuðbúnað sem gengið hefur undir nafninu "buff".

Ágætt framtak. Þó að buff sé gott orð þá er það notað um ýmislegt annað en tiltekið höfuðfat og það getur valdið misskilningi.

 Þarna hafði sem sagt fengist niðurstaða og alveg "brilljant" nafn verið valið, sennilega úr mörgum tillögum.  Skjóla skal það vera!   Skjóla? Er það ekki fata? Svona vatnsfata til dæmis?

Hlýtur ekki að vera að þarna hafi orðið prentvilla eða rangur skilningur og hólkurinn eigi að heita "skýla", ha? Skýla eða skýluklútur er nafn á því sem einnig er nefnt slæða og konur hafa á höfðinu - að vísu mjög sjaldan nú orðið.

Þess vegna væri gráupplagt að færa skýluna nær nútímanum.

Skella á sig skýlunni þegar maður fer út að svetta vatninu úr skjólunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband