18.1.2009 | 10:29
Bætur fyrir tjónið
Örugglega verður hægt að koma plöntunum í jörð, bara leggja nokkra hausa í bleyti og finna lausnir. Ég get vel tekið eitthvað af þeim - og jafnvel borgað fyrir.
Mér sýnist þessi frétt bera keim af því sem kalla mætti "bótaveiðar kerfisfræðinganna".
Hér kemur viðbót eftir nokkur heilabrot: Ef það verða kosningar á árinu er vandinn leystur. Flokkarnir hafa oft reynt að tæla til sín kjósendur með trjáplöntum. Þarna geta þeir keypt þær fyrir krónurnar sem við(ríkissjóður) gefum þeim árlega. Og svo gefið okkur.
Milljón trjáplöntur á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér -
það að farga plöntunum er fáránlegt og er lausn þeirra sem nenna ekki að sinna starfi sínu.
Upplýsið um staðsetningu þeirra - gefið fólki kost á að kaupa þær - svo er annað - er það kanski inni í myndinni að gefa fólki tækifæri tilþess að mæta í gróðursetningarferð þar sem við getum lagt okkar af mörkum - án greiðslu - ? Ég vann við skógrækt sem unglingur og hluti af því starfi sem við unnum þá kallast Kjarnaskógur í dag og er á Akureyri.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:49
Milljón plöntur eru bara 3 á mann. Ég er til í að planta 2000 stykkjum og borga líka fyrir þær ef þarf.
Jón Örn Arnarson
Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.