1.1.2009 | 15:33
Kannski þarf að endurskoða þetta eins og annað?
Ég hef reyndar hugsað um það nokkuð lengi - í einhver ár.
Örugglega á þetta fólk skilið að fá viðurkenningu og hrós fyrir sín störf, hugsjónamál og afrek. Jón í Vorsabæ er vel kominn sem Sunnlendingur liðins árs, eins og Sunnlenska fréttablaðið valdi hann. En er ekki óþarfi að spreða krossum á svona stóran hóp?
Svona tvær til fimm manneskjur einu sinni á ári - það væri miklu betra og alveg nóg.
Það væri þá eftirtektarvert afrek og landsmenn kannski vissu hverjir fengju í hvert sinn.
Nú tekur varla nokkur maður eftir þessu, nema þeir nánustu, enda er þetta yfirleitt fólk sem almenningur þekkir ekkert til. Fólk sem er bara að vinna sína sjálfsögðu launuðu vinnu og gerir það örugglega vel.
Fáiir á hverju ári og þá væriað sjálfsögðu gert meira úr því en nú er.
Riddararnir kynntir fyrir þjóðinni með jákvæðum þáttum og greinum í fjölmiðlum. Kannski verður einhverntíman til fréttamiðill á Íslandi sem vill hampa því jákvæða?
Þetta á að vera fólk sem fær viðurkenningu fyrir sjaldgæf afrek og hugsjónastörf.
Til hamingju góða fólk.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér, þetta er komið út í algjöra vitleysu. Klíka og vinapot og annað í þá áttina.
Þessu þarf að breyta eins og svo mörgu öðru í okkar þjóðfélagi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.1.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.