29.12.2008 | 20:26
Og hvað svo?
Hvers konar snyrtivörur eru þetta? Hvar eru þær framleiddar? Hvar fást þær á Íslandi? Hver er Jón Bragi Bjarnason? Bara forvitin.
Íslenskar snyrtivörur í útrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Konan sem hefur þróað þessar vörur heitir Þuríður Guðmundsdóttir og framleiðir líka Móukremin. (www.moa.is).
Þetta er mjög undarleg frétt. Hvergi er minnst á Þuríði í fréttinni en við hjá Vikunni tókum viðtal við hana um Tær og Móu fyrir einhverjum misserum. Jón Bragi Bjarnason hefur á engan hátt tengst þessum vörum, heldur e-m öðrum sem erlendur markaðsaðili Tær Icelandic sér um líka.
Það er eitthvað furðulegt í gangi þarna, ekki hef ég þá trú að blaðamaðurinn hafi sleppt viljandi öllu um Þuríði. Núna fyrir jólin fór ég til hennar þar sem hún býr í Kóngsbakka og keypti nokkrar jólagjafir, m.a. baðolíu frá Tær (sem slær öllu við sem ég hef prófað í bað ). Ekki talaði Þuríður um annað en að hún væri á fullu að þróa Tær Icelandic vörurnar. Skyldi erlendi markaðsaðilinn ætla að ræna heiðrinum af litla, íslenska sprotafyrirtækinu? Hvað á maður að halda? Ég var alla vega steinhissa þegar ég sá þessa frétt. Vonandi er þetta bara misskilningur sem verður leiðréttur. Þuríður á allan heiður af þessu og hefur varið fjölmörgum árum til þess.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 18:51
Gleðilega hátið Helga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.12.2008 kl. 22:03
Takk fyrir komuna - og fræðsluna Guðríður.
Við skulum vona að hún Þuríður verði ekki "hlunnfarin".
Nú tala ég fornmál eins og hann frændi minn sem þú þekkir víst nokkuð vel. Það er ótrúlegt hvað margir skilja ekki orð eins og þetta. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:06
Hélt að allir skildu hvað það þýðir að hlunnfara! Vona að slíkt sé ekki í gangi með Þuríði. Forvitnin alveg að drepa mig, hvaða frændi skyldi það vera?
Já, og gleðilegt ár!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:49
Ég ætti kannski að layfa honum að gefa sig fram?
En - nei, hann er örugglega farinn að sofa.
Sigurður Hreiðar heitir hann móðurbróðir minn. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:22
Aha, elsku karlinn hann Siggi Hreiðar. Þegar ég var að springa úr blaðamannadraumi, eitthvað um 25 ára aldurinn, gaf hann mér, vesælli skrifstofupíunni hjá DV (þar sem Vikan var líka til húsa og hann ritstjóri), fyrsta tækifærið til að skrifa eitthvað. Það var svo ekki fyrr en 15 árum síðar sem draumurinn rættist almennilega með námi og síðan vinnu við skriftir. Frábær hann móðurbróðir þinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:44
Er ekki bara verið að tala um tvær gerðir,
vörurnar frá Móu og líka frá Jóni Braga? Frá honum kemur gelið og kremið unnið úr fiskensímum og frábært á brunasár og svo margt annað og heitir Pensím!
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:12
Þessar vörur eru búnar að vera til í mörg ár og reynst vel. Ég hef sent marga "brúsa" til útlanda af pensími.
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:15
Jú, Mýrarljós, eflaust rétt, skil bara ekki hvað er verið að blanda honum inn í Tær Icelandic sem hann hefur ekki komið nálægt. Í fréttinni hefði verið rétt að tala þá bara um vörurnar hans um leið og hann var nefndur og Þuríði með hennar eigin vörum.
Gleðilegt ár!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.