7.12.2008 | 16:45
Þar gekk hún Helga um hagana, en Guðríður aldrei
Mikið hefði mér fundist meira viðeigandi að kirkjan fengi að heita í höfuðið á henni Helgu ömmu minni sem átti þarna ófá sporin á æskuárum sínum sem heimasæta í Grafarholti. Seinna byggði hún ásamt Hreiðari afa nýbýlið Engi í norðurjaðri holtsins. Þar fæddist ég svo í fyllingu tímans og fékk nafnið hennar ömmu í skírninni. Þarna hefur því nýtt hverfi verið byggt á "Helgum" slóðum en götur allar nefndar einstaklega mislukkuðum nöfnum.
"Finnst mér", á maður alltaf að segja, þar sem einstrengingslegar fullyrðingar eru varasamar.
En ég er viss um að fallegri götunöfn hefði mátt finna útfrá örnefnum í holtinu, sem nóg er af og ýmsir kunna. Alla vega - það finnst mér.
Biskup vígði Guðríðarkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig grunar að það sé Guðríður Þorbjarnardóttir. Var það ekki eitthvert kristnihátíðarfár sem þetta hverfi "varð fyrir" á sínum tíma?
es.En ég trúi alveg á Guð samt.
Helga R. Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:10
Gunnar er málefnalegur. Það væri gaman að heyra hvaða hugmyndir að götunöfnum þú hafðir, Helga.
Villi Asgeirsson, 7.12.2008 kl. 20:47
Ég hef reyndar ekki gert mér neinar hugmyndir um nöfn, finnst bara að þau sem þarna hafa orðið til séu mörg óþjál í munni.
Ég ólst ekki upp á Engi og það fólk sem þekkir örnefnin þarna best er dálítið eldra en ég. En eg veit að í Grafarholtinu var Lambalind, Kot, Steinbrekka, Langalaut og svo allmargir móar með ýmsum formerkjum. Reyndar er Hádegismóinn Morgunblaðsins ekki langt undan og það finnst mér gott nafn. Svo hefði vel mátt nefna eitthvað í norðurhlíðinni til minningar um Engi.
Siggi Hreiðar - hjálpaðu mér!!!
Helga R. Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:38
Ég vil byrja á því að óska Grafarhyltingum innilega til hamingju með nýtt guðshús — á sama tíma og vestur í Bolungarvík er því fagnað að 100 ár eru liðin frá vígslu Hólskirkju. Og sóknarpresturinn (kona) er gift Bolvíkingi. Það er rík ástæða til þess að óska þessum sóknum til hamingju með áfangana. Lambalindin í Grafarholtinu hefur óneitanlega kristilega skírskotun — minnir á Guðs lamb, sem burt ber heimsins syndir — Frelsarann sjálfan. Engin minna ef til vill á hagana á Betlehmsvöllum, eða grænar grundir þar sem Drottinn lætur hjörðina hvílast (sbr. Sl 23). Megi Guð blessa Grafarhyltinga á hátíðardegi og um alla framtíð. Kær kveðja, Þprgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:26
Helga. ég held að Helgukirkja hefði verið gott nafn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.12.2008 kl. 01:27
Til hamingju "langammatutte":) 15 merkur með svart krullað hár.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 8.12.2008 kl. 10:45
Heldur ættir þú að ákalla einhverja systra minna, Helga mín, heldur en mig! Til dæmis hana móður þína. Ég var ekki nema 8 ára þegar ég var fluttur frá Engi og þekki tiltölulega fá örnefni þarna miðað við þær/hana. Þó veit ég að golfskálinn í Grafarholti stendur í Steinbrekkunni, en Fylkis(eða Flykkis, eins og sums staðar stendur)grófin sem náði niður að Engi var norðurendinn á Löngulaut sem nú er búið að fylla upp í. Og Húsasmiðjan í Grafarholti og Nóatún standa í Klofningi og þaðan rann Klofningslækurinn niður um Kálfamóa að nokkru leyti í landamerkjum milli Grafarholts og Keldna.
Heldur færi ég í Helgukirkju en Guðríðarkirkju. Við Guðríði þessa á ég ekkert erindi.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 8.12.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.