10.11.2008 | 21:17
Það var slegist á balli á Þingeyri
Við stóðum álengdar og horfðum á, systkin tvö af Suðurlandi. Hann í gráum gaberdínbuxum, hvítri skyrtu og vestispeysu utanyfir. Ég í brúnköflóttu pilsi og hvítri blússu, handsumað brúnt munstur neðst á blússunni. Skórnir brúnsanseraðir með hálfháum hælum.
Sjómenn af Vestfjörðum slógust í samkomuhúsinu á Þingeyri. Við höfðum aldrei séð annað eins, enda alin upp í Hrunamannahreppi og höfðum aldrei áður farið á ball.
Þetta var fyrir 50 árum. Þegar pabbi tók bíl á leigu og ók vestur á firði með konu og okkur tvö elstu systkinin, til að hitta ættingjana sem bjuggu á Þingeyri. Hann hafði ekki hitt það fólk árum saman. Þetta var "pílagrímsferð".
Bíllinn hét "Ford Anglia", drossía, og fínni bíll en við höfðum áður reynt. Reyndar höfðum við fram að því ekkert reynt nema Willys jeppa. Það var komið við í Skallagrímsgarðinum í Borgarnesi, þar voru teknar myndir, af mér, og svo pabba og Erni. Um nóttina var gist í Bjarkarlundi, en þar var hann Magnar í Galltafelli kokkur á sumrin. Hann tók vel á móti okkur. Hann var norskur. Svo var stansað til að taka mynd af bílnum og ég fór út að tína ber. Vegagerðarkarlinn var skoðaður og svo var bíllinn þveginn áður en komið var á áfangastað. Við gistum í bústað sem ættingjarnir áttu í botni Dýrafjarðar og svo tjölduðum við þar líka. Ég drakk litla kók í gleri. Á laugardegi var okkur boðið í kvöldmat hjá frændfólkinu. Það voru mikið góðar frænkur, sem skildu svo vel að okkur systkinum fyndist ekkert gaman að sitja fram á kvöld yfir gömlu fólki sem var að drekka sérrí og tala saman.
Það var ball í samkomuhúsinu og við vorum send þangað. Hvernig áttu frænkurnar að vita að við hefðum aldrei á svona böll farið. Það dansaði heldur enginn við mig og örugglega hafði Örn ekki uppburði í sér til að reyna neitt í þá áttina. En hann var miklu spenntari fyrir slagsmálunum en ég.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg frásögn og myndir hjá þér.
kv.
Eyjólfur Sturlaugsson, 10.11.2008 kl. 22:31
50 ár liðin og sjómennirnir að vestan slást ennþá á böllum... varð vitni að nokkrum slagsmálum um seinustu sjómannahelgi.
En eitthvað hefur Vegagerðarkarlinn breyst í gegnum árin...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 00:21
ég hlakka svo tiiiiiil... ég hlakka alltaf svo tiiiiil
að fara í útilegu og á íslenskt ball.. með slagsmálum og grenjandi stelpum.. miklu skemmtilegara helduren hérna..
aumingja þeir sem alast upp án þess að þekkja íslenskt skemmtanalíf! hahaha
Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:35
Svaka drossía mar!
Ég yrði alsæl með mynd af mömmu minni við tjald að drekka kók í einhverja jóla eða afmælisgjöf...þessi mynd er allgjör snilld!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.11.2008 kl. 16:48
Fínar myndir og skemmtileg frásögn. Sérstaklega finnst mér myndin góð þar sem þú ert að drekka kókina.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.11.2008 kl. 20:17
Voðalega manstu mikið, svona á gamals aldri...
GK, 22.11.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.