Ég get ekki ætlast til að nokkur vilji lána mér

Ég hef ekki hagað mér skynsamlega. Ég hef eytt og spreðað með kortum og lánum, depetað og vísað um allar trissur. Farið í langar og dýrar utanlandsferðir - fyrir peninga sem ég eiginlega átti ekki. Minnst tvær borgarferðir á ári - kannski soldið mikið keypt, en ætlaði alveg að borga reikingana.

Svo bara komu þeir allir í einu og ég var  komin upp fyrir haus og réði ekki við neitt. Ég átti víst að fatta þetta fyrir löngu og reyna að klóra í bakkann, en ég var bara svo mikið í útlöndum á þeim tíma - mátti ekkert vera að því að pæla íþví.

Svo var bara lokað á allar heimildir og ég fæ ekki neitt - neinsstaðar?  Samt vantar mig svo sárlega að hafa kortin í lagi fyrir eina Ameríkuferð fyrir jólin. Þeir segja að ég fái enga fyrirgreiðslu fyrr en ég hef komið öllu mínu á hreint? Sýna að ég ætli í alvöru að taka til í minni óreiðu og kannski bara láta einhvern annan sjá um fjármálin. 

 En ég er þver og ætla ekki að láta einhverja bankaplebba segja mér hvað ég á að gera.  Á meðan verð ég víst að hanga heima og bíða eftir því hvort þetta lagast ekki af sjálfu sér.

Svona gæti smækkuð mynd ástandsins á Íslandi í dag litið út. Hvernig er hægt að ætlast til að nokkur vilji lána þegar stjórnvöld þverskallast við að taka til eftir sig? 

Í dag var stærsta útspilið að nú eigi að leyfa öllum flokkum að vera með í að finna hverjum klúðrið er að kenna.

Það er ekkert verið að taka á lánamálum heimilanna, eða fyrirtækjanna. Eða eftirlaunamálum þingmanna. Eða er verið að vinna í að létta byrðar íslenskra framleiðenda lífsnauðsynja? Nei, ég held ekki, "það gerist þegar það gerist".

  Hingað kemur ekki króna frá útlendum bjargráðasjóðum fyrr en tekið hefur verið til í pólitík og bönkum. Ekki þó með kosningum, kosningar eru engin lausn, það trúir enginn á neitt af þessu fólki og einhverjir aðrir pólitíkusar væru alveg jafn "lens". 

Það á bara að skipa  nokkra menntaða menn með skýra hugsum til að stjórna á skerinu - svona  í eitt ár eða tvö.  

Og reynið ekki að segja mér að bankaráðin séu skipuð án pólitískra áhrifa. Ótrúlega heimskulegt að halda þessu fram, hver einasti bankaráðsmaður hefur pólitískan stimpil. En það er til fullt af góðu fólki sem hefur aldrei lagt nafn sitt við pólitík. Margt af því miklu betur til starfanna fallið. Ég sagði það alltaf, þetta er "bölvuð tík".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 196826

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband