Gjaldeyrir til að hægt sé að flytja inn það nauðsynlegasta -

Í einhverjum Mogga síðustu viku rakst ég á fyrirsögn sem fékk mig til að lesa betur.

 "Skortur á munaði". Þó nú væri, við höfum hreint ekkert að vilja með munað þessa dagana. "Matvöru skipt eftir mikilvægi". Bara sjálfsagt, það er fullt af "matvörum" sem við getum vel verið án.  Seðlabankinn reynir, með aðstoð bankanna, eins og þarna er sagt, að útvega gjaldeyri til kaupa á nauðsynjum. Gott hjá Seðlabankanum.

Hann flokkar líka nauðsynjarnar í A B og C. Þetta er greinilega þrautskipulagt, enda örugglega margir fræðingar á bak við hvern þessara þriggja bókstafa.

Í flokki A eru samkvæmt þessu "matvörur sem neytendur geta tæpast verið án, s.s. grænmeti, ávextir, kjöt og mjólkurvörur". Haaaaa? Er ekki megnið af þessu framleitt á Íslandi?  Í B flokki eru "næstbestu", eða væntanlega næstmikilvægustu vörurnar, "eins og sælgæti morgunkorn og kex".  Í C flokki eru svo vörur sem neytendur geta vel verið án, svo í rauninni ætti C flokkurinn alls ekki að vera til.

Mér finnst röðunin á þennan forgangslista svolítið undarleg. Ég hélt í einfeldni minni að hér á landi væru framleiddar mjólkurvörur, kjöt og allavega eitthvað af grænmeti, svo að við værum sjálfum okkur nóg. Kannski minna af ávöxtum.

Ég held líka að nú hljóti menn í ráðuneytum að sitja sveittir við það að breyta reglugerðum hafta og gjalda svo að bændur í landinu geti framleitt sínar vörur sem aldrei fyrr.  Kvótann burt, leyfum þeim að framleiða eins og þeir vilja og geta. Öll gjöld verða afnumin af innfluttum áburði og hann, ásamt nauðsynlegu kjarnfóðri, settur í B flokkinn í staðinn fyrir sælgætið, sem við getum framleitt nóg af  hér á landi. Raforkuverð til garðyrkjubænda getur ekki annað en lækkað, svo þeir eigi betra með að framleiða í gróðurhúsunum allan ársins hring. Þeir eiga auðvitað, í ástandi eins og nú er að fá rafmagnið aldeilis ókeypis.  

Hverjir það eru sem hjálpa seðlabankastjórunum við að ákveða miklivægi innflutnigsins, hefði ég gaman af að vita. Varla eru það þeir sem hafa atvinnu af að flytja inn, landbúnaðarvörur eða nammi? Ég bara veit það ekki. 

Nú finnst einhverjum að ég sé vond manneskja sem ræðst á heildsala (heita vist "birgjar" núna), en það bara verður að sjá hlutina í réttu ljósi. Hætta að hugsa bara hver um sig og taka á því sem þarf.

Og fyrir alla muni, ekki selja alla gömlu traktorana og baggatínurnar til útlanda, ekki alla vega fyrr en ljóst verður hvort eitthvað verður gert fyrir bændur og búalið. Hver veit nema einhver heildsalinn fari að búa á jörðinni sem hann ætlaði áður að selja undir sumarbústaði. Þá væri gott að eiga Zetor með tætara aftaní. 

Myndir: Frá því sem einu sinni varScan10041Scan10039Scan10001Scan10008 - kýrnar í Hvammi, lömbin henna Kempu, mamma og ég grisjum rófurnar í Mýrinni ( fleirihundruð metrar á dag) og pabbi í kálakrinum miðjum.   Ó, ó, ég í rófuum lenti einhversstaðr útí móa, sem er kannski eðalilegt? Reyni aftur.Scan10001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég veit ekki hvernig á að henda myd út. Er ekki bara allt í lagi þó ég skríði þarna í tvíriti ?- þetta var líka svo óskaplega langt. Eiginlega var ég skríðandi allt sumarið - á hverju sumri. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Josiha

Við Dýrleif Nanna borðum alltaf hafragraut (enda stórar og sterkar, hehe) svo að mér er sama þó að það vanti sykrað morgunkorn. Gummi færi samt kannski í baklás ef hann fengi ekki sinn sykur á morgnanna, hehe...

Josiha, 9.11.2008 kl. 02:17

3 identicon

æ ég vona að þetta eigi ekki eftir að breytast of mikið..

 ást :*

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 196826

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband