Það var árið 1974

Og eldri börnin urðu sex og níu ára.  Leiðin í kringum landið var opnuð snemmsumars.

Að vísu þjófstartaði Karlakór Selfoss og heimsótti Hornfirðinga áður en vegur og brýr fengu formlega vígslu,  sú ferð gekk þó með ágætum.  

Í júlímánuði tók fjölskyldan í Rauðholtinu sig upp og lagði af stað í hringferð. 

Cortinan var hlaðin farangri, í skott og á topp, tjald og svefnpokar,  teppi koddar og föt. Nestisskrínur, prímus, pottar  og önnur áhöld. Allt sem fjögurra manna fjölskylda þarf til tíu daga ferðar. Þessi hringur hafði aldrei verið farinn fyrr svo við höfðum ekki hugmynd um hvað langan tíma tæki að keyra hann. Áður höfðum við komist lengst norður á Akureyri, en þó aðallega Sauðárkrók, til að heimsækja ættingjana þar. Á þessum tíma var malbik í strjálbýli óþekkt með öllu. Malarvegir misjafnlega holóttir og oftast frekar mjóir var það sem áhugafólk um ferðalög átti kost á, vildi það skoða landið.

Leiðin var greið austur í gegnum kunnuglega Rangárvallasýsluna og svo áfram austar, en þær slóðir hafði karlakórinn þrautkannað nokkur undanfarin ár. Þegar nálgaðist Klaustur, einhversstaðar í Eldhrauninu, kom bíll á móti - Saab´99- skaðræðistík. Þessir bílar óðu einhvernvegin áfram á vegunum í skjóli "sænska gæðastálsins" og sýndu öðrum vegfarendum ekki einu sinni lágmarkskurteisi. Svo voru þetta líka forljót farartæki. Hann henti grjóti í framrúðuna á Cortinunni og mölvaði hana. Splunkunýja rúðu!

Blessunarlega var ekki langt til byggða og við komumst  alla leið á Klaustur. Með gapandi opið þar sem rúðan hafði verið, glerperlur um allan bíl. Krakkarnir vælandi af kulda, bílstjórinn bölvandi og ég ráðalaus með öllu.

Á Kirkjubæjarklaustri var lagt við kant og svo varð að hugsa sinn gang. Það virtist ekki mikið hægt að gera í stöðunni. Ekki einu sinni snúa við og fara aftur heim, rúðulaus.

En það var hægt að tjalda og það gerðum við. Það var komið kvöld hvort sem var og eins gott að borða bara kvöldmatinn.   Svo fór hugsun og hegðun önnur að jafna sig eftir áfallið og SK minntist þess að gamla rúðan, sem hafði verið tekin úr þegar sett var ný, bara í liðinni viku, var inni í geymslunni heima.

SK fór heim að Klaustri og fékk að hringja í góðan granna. Bað hann að brjótast inn heima, kenndi honum hvernig það væri hægast, og ná rúðunni út úr húsinu. Fara svo með hana niður í Fossnesti fyrir 9.30 næsta morgun og biðja hann Bjarna, sem keyrði rútuna á Höfn að kippa rúðunni með. Allt gekk þetta eins og í sögu. Við sváfum svo langt fram á dag í tjaldinu og vorum tilbúin að taka á móti rútunni þegar hún kom um hádegisbil eða ríflega það.

Bjarni var hress að vanda þegar hann snaraðist út til að sækja rúðuna í lestina.

En lánið var ekki einleikið þennan dag. Næsti bíll á eftir rútunni var eðaldrossía úr austurbænum og bílstjóri hann Bjössi Halldórs. Hann var eins og við, að leggja af stað með fjölskylduna í hringferð um lendið. En hann Bjössi hafði fjöldamörg undanfarin ár unnið við það hjá KÁ að skipta um rúður í bílum. Eiginlega þó miklu meira en það, hann beinlínis smíðaði bíla, bara eiginlega úr engu. Hann var, og er reyndar enn, snillingur í svona bílavandamálum. Hann gat náttúrulega ekki annað en stoppað þegar hann sá þarna mann með rúðu í höndunum. Og bara svona í stuttu máli, þá setti hann rúðuna í á fimm mínútum án þess að hafa nokkuð til þess nema puttana, þessa líka snilldarputta.

Ferðin um landið gekk svo áfallalaust eftir það. Við komum við í Skaftafelli, í Atlavík og Akureyri og Ólafsfirði. Keyrðum um Fljótin og Lágheiðina þar sem enn var snjór. Heimsóttum ættingjana á Sauðárkróki og tjölduðum síðast í Borgarnesi, þar sem þá var verið að byggja við elliheimilið handan götunnar. Engin var þá Borgarfjarðarbrúin eða Hyrnan.

En alltaf ef við mættum Saab´99( eða 6) eftir þetta, og svo lengi þeir sáust á vegunum, þá vorum við sammála um það hjónin að víkja ekki spönn. Keyra bara beint framan á kvikindið og neyða það til að hægja á og víkja.

Reyndar eignuðumst við seinnaScan10005Scan10061Scan10064Scan10062Scan10002Scan10006Scan10063Scan10008Scan10022 svona bíl sjálf fyrir mistök, í einhverjum skiptum, en hann stóð ekki lengi við. Nógu lengi þó til þess að við fengjum að kynnast aðeins þessum undarlega yfirgangi tegundarinnar, að æða áfram með offorsi eins og hver kílómeter væri sá síðasti.

Myndir: Á Klaustri, í Skaftafelli,í Atlavík, Fjallakaffi á Möðrudal,í Vaglaskógi, á Lágheiði,ég útí móa,í Borgarnesi og svo saabdruslan einhverjum árum seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æji - kannski það? 99 var bara eitthvað ofarlega í huganum. Þetta var týpunúmerið  og hvort sem var, þetta voru skaðræðistæki á malarvegum.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já - ég veit að hann fór það sem hann ætlaði sér - en ekki gott að hafa hann að "andstæðingi". kv.

Helga R. Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Við áttum Saab 99 sem var seldur þegar við keyptum fyrstu íbúðina. Fór upp í greiðslu. Hann var góður bíll

Gaman af þessari frásöng og myndunum. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.11.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mmmm pakka-kartöflumús eldaður á prímus...finn lyktina eftir lesturinn .

Er þessi Sigurður nokkuð að játa á sig sökina?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.11.2008 kl. 00:23

5 identicon

Skemmtileg færsla, fær mig til að langa í útilegu!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Guðbjörg - ég held að Sigurður sé á líkum aldri og þú, svo hann er tæplega sekur. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:12

7 Smámynd:

Skemmtileg færsla. Langar bara austur þegar ég sé myndirnar. Ég fór líka með foreldrum mínum hringinn sumarið 1974 þegar sandarnir voru brúaðir. Man mest hvað vegirnir voru vondir og hvað maður var lengi að skrölta milli staða. En ég er þakklát foreldrunum fyrir að draga okkur gelgjurnar með í þetta ferðalag

, 6.11.2008 kl. 22:42

8 identicon

Jæja núna fer ég alveg að springa úr útilegulöngun..  og ég veit hvert ég vil fara með ykkur öllum.. í Galtalæk, man þegar ég fór þangað með ma og pa og ívari þegar hann var pinkupons og mér fannst það svo gaman..

Viltu næst gera jólablogg? því það er auðveldara að hlakka til þeirra, því það er svo stutt í þau :D

núna knúsa ég tölvuna eins og hún sé þú ;*

elskjú

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband