5.10.2008 | 21:27
Heklugos
Það væri nú til að kóróna allt, en kannski ekki alslæmt þó. Útlendingarnir myndu steyma til landsins með gjaldeyri sem okkur vantar svo sárlega.
Í vandræðafárinu undanfarna daga varð einhverjum að orði "að nú væri gott að geta spólað til baka svona að síðustu árum áttunda áratugarins".
Persónulega væri mér eiginlega sama, ég tala nú ekki um ef yrði, eins og mér skildist á manninum, hægt að leiðrétta í leiðinni þau mistök sem við höfum gert.
Ég væri hvort sem er búin að eiga öll börnin og ég væri í skemmtilegri vinnu.Ég myndi væntanlega í annað sinn gera það sem í mínu valdi stæði til að komast hjá því að sameina ströndina Selfossi. Það fannst mér ekki góður gjörningur, en fékk engu ráðið.
En heklugosið 1980 - 81 væri á næstu grösum og náttúruhamförum fær enginn varist.
Þennan sunnudag 17. ágúst 1980, vorum við í sveitinni, lágum úti á bletti og sóluðum okkur.Hádegismaturinn nýbúinn og þess vegna allir komnir á fætur, þrátt fyrir garðyrkjuball í félagsheimilinu kvöldið áður og nóttina með.
Kyrrðin var rofin af hljóðum í Einari sem hafði hjólað af stað fram á Grund. "Myndavél, myndavél" öskraði hann og enginn skildi hvers vegna. Myndavélin var samt sótt því útilokað var að drengurinn hætti við að fara í sjoppuferð nema eitthvað mikið lægi við."Hekla er að gjósa" sagði hann og allir litu í austur. Rétt var það, bólstrarnir voru vel sýnilegir í blíðunni - yfir Galtafellinu og stækkuðu hratt.
Myndirnar voru teknar, en fljótlega varð svo allt kolsvart þar eystra svo ekkert sást nema einstaka eldingar og blossar í sortanum.
Við fórum fljótlega heim á Selfoss og ég meldaði mig til vinnu vitandi það að mín væri þörf. Í Fossnesti stóð ég svo langt fram á nótt, eða þangað til allt var þar horfið úr hillunum. Klukkan var víst að verða þrjú um nóttina þegar skellt var í lás. En þetta var skemmtileg nótt, alltaf mest gaman þegar vitlaust var að gera.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski dugar að setja sápu í Geysi til að útlendingarnir streymi til landsins með gjaldeyri.
kv
Eyjólfur
Eyjólfur Sturlaugsson, 5.10.2008 kl. 21:49
Ég man eftir að hafa tekið svona myndir...ekki eru þetta þær?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.10.2008 kl. 23:59
Hnei... þetta eru Einar original 15 ára myndir. :-) Þegar ég kallaði á myndavélina fyrst var þetta heldur minna, næstum alveg hvítt eins og blómkálshöfuð.
Einar Örn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:43
Þetta eru stórkostlegar myndir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.10.2008 kl. 11:18
Frábærar myndir!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:48
Einstakar myndir! Rosa flottar!
Josiha, 7.10.2008 kl. 23:16
Loksins lifnaði við Einari.
Myndirnar eru flottar.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:32
Ég man eftir þessu, ég var í heita pottinum í Garði. Sem líklega var samt bara blátt trefjaplastker...
GK, 8.10.2008 kl. 23:20
Hey !! Ég man sko vel eftir þessu. Og ég var einmitt svo heppin að vera að vinna í Fossnesti. Þvílíkt fjör. Já og einmitt ALLT seldist. Ég man líka eftir kössunum með frekar gömlu "kossunum" við skírðum þá "gosbollur" og þær hreinlega runnu út.. Þetta var sko eftirminnilegt og skemmtilegt. En Helga ég hlakka til að hitta þig á morgun.. Kv Hafdís B...
Hafdís (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:30
Ó já Hafdís - þá var gaman.
Og það verður gaman hjá okkur á morgun - og næstu nótt - og þar næsta dag. Ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, enginn misskilningur og engin leiðindi.
Bara við Grínverjur að njóta lífsins saman - það er gaman.
Helga R. Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.