3.10.2008 | 21:51
Hverju má eyða?
Æææji - ekki endaði þessi dagur nú eins og ég ætlaði. Ég var búin að taka þá ákvörðun að eyða engu í dag og það leit svo vel út. Eyðsla er oft alveg óþörf og stundum eyðir maður bara útí bláinn. Ég ætlaði svo sannarlega að standa með þeim sem eru að klóra í bakkann, veita þeim svona einhverskonar móralskan stuðning með sjálfri mér.Auðvitað hafa þeir ekki hugmynd um hverslags bandamann þeir eiga hérna í austurbænum en það er mér slétt sama um.
Svo fékk ég þá ólánsflugu að líta á skrifin hjá bloggvinum mínum og sá þar að einn þeirra hefur ekki gefið frá sér lífsmark síðan um miðjan síðasta vetur. Ég veit ekki hvað kom yfir mig, eða hvers vegna einmitt núna, akkúrat í kvöld þegar ég var alveg að ná þessu takmarki. Heill dagur án þess að eyða nokkrum hlut.
Ég eyddi honum Skúla, ekki af nokkurri sérstakri ástæðu í dag frekar en í gær, ég bara allt í einu varð. Sem sannar fyrir sjálfri mér og öðrum að ég er veikgeðja sál, get ekki látið það vera einn einasta dag að eyða einhverju, bara einhverju.
Fyrirgefðu Skúli, þetta er alls ekki illa meint. Og vonandi lítur þú inn til mín eftir sem áður. Í laumi.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur þó huggað þig með því að það kostaði ekkert að eyða honum.
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:15
Vinnur Skúli hjá Okurveitunni?
Hér var að enda gott kvöld í 8 vina hópi, gúllassúpa og bíóferð í eftirrétt... gúten nagt.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.10.2008 kl. 00:43
Æ Helga, en leiðinlegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.10.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.