Gaman í vinnunni- yndislegt veður

 Vikan líður svo hratt að í vinnunni finnst manniDSCF2658DSCF2676 eintómir föstudagar.  Á venjulegum vinnustöðum eru þeir skemmtilegustu dagar vikunnar. Svona vinn ég nú á góðum stað.

Svo þegar heim var komið fórum við hjónakornin í skemmtiferð austur á Hellu. Við þurftum að koma þangað fortjaldinu af hjólhýsinu, það kom dálítið illa útúr einu rokinu um daginn. Á Hellu eru snillingar sem gefa svoleiðis fortjöldum framhaldslíf. Hekla og fjöllin fyrir austan voru hvít af snjó og nutu sín vel í sólskini og blíðu.

Svo  tíndi ég fúksíurnar inn í skúr, svo þeim verði ekki kalt eina nóttina enn.  

Veðurmyndirnar verða að vera tvær í dag. Ég fór snemma á fætur í morgun og varð að taka eina mynd þegar ég kom út. En þá var "veður dagsins" eiginlega ekki komið í ljós.

Það var hins vegar sýnilegt á Skeiðavegamótunum síðdegis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 197003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband