Haustið er komið

Þetta á að verða myndablogg. Samt verð ég að segja svolítið frá því sem ég hef gert undanfarið og um helgina. Það kemur líka fram á  myndunum.

Síðustu vikur hef ég farið um bæinn, læðst inní garða, klifrað í trjám og tínt ber og fræ.

Ég læðist nú reyndar aldrei inní garð án þess að spyrja fyrst um leyfi.

Ég held að ég hafi náð ca. þremur fullum strigapokum að reyniberjum, þessum venjulegu sem allir þekkja, en svo  minna af mörgum öðrum  reynitegundum. 

Svo líka hlyn og gullregn, yllir og toppa og svo eitt og annað skemmtilegt.

Dýrleif kom hér einn daginn og hjálpaði mér að tína síðustu rifsberin í garðinum - og borða þau. Svo settum við reyniber í poka hjá sólblóminu fína.

Í dag tók ég vel til í gróðurhúsinu og safnaði saman fúksíunum öllum sem eiga að vara í vetrardvöl í skúrnum. Þó liggur nú ekkert á að setja þau inn, ekki farið að frjósa enn. 

Það er eins gott að mínu berjatímabili er lokið. Fuglarnir eru farnir að gerast ágengir og svo hefur rokið síðustu vikur lamið trén svo að berin hrynja af þeim. Ég var heppin að vera í stígvélum þegar ég óð berjaskaflana á stéttinni á leið í skólann.

En svona alveg aukalega. Ég notaði líka þessa helgi til að gera ærlega tiltekt í húsinu. Þarf ekki að líta á það fyrr en um jól. DSCF2548DSCF2545DSCF2563


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Helga

Er síðan hægt að panta hjá þér GULLREGN og annað flott á vægu verði? Reyndar þarf það að vera hérumbil fullvaxta tré svo það lifi í garðinum hér í suðurbyggðinni!!

Kv, Berglind

berglind haf (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Flottar myndir!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Berglind - það er velkomið að skoða alla möguleika á viðskiptum - kannski næsta vor. Nú er líklega best að koma sér upp vöruskiptasamningum útum allt þar sem peningar eru hverfandi og verða víst fáséð góss í framtíðinni.Ég get boðið tré, kartöflur og rófur af eigin framleiðslu.

Helga R. Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband