21.9.2008 | 21:33
Manstu þegar Harald G. Haralds söng á borginni?
Alltaf verður eitthvað til að gleðja mann.
Þar sem ég sat sallaróleg og horfði á "Svarta engla" í sjónvarpinu birtist Harald G.Haralds skyndilega á skjánum, líklega í hlutverki lögreglustjóra, eða það sýndist mér.
Ég skrapp aftur um 40+ ár.
Á balli á Hótel Borg stóð ungur piltur á sviðinu og söng með hljómsveitinni.
Alveg rosalega sætur strákur og söng eins og engill.
Ég var ásamt vinkonunum nokkuð stöðugt úti á dansgólfinu og gerði í því að vera sem næst sviðinu og reyna að vekja athygli gæjans.
Gott ef hann var ekki farinn að gefa okkur auga - einhverri okkar? Eftir að einu laginu lauk stóð ég niðri á gólfinu, ekki man ég neitt við hvern ég hafði dansað, og mændi löngum augum uppá sviðið. Hann horfði á mig - og gaf mér merki um að koma.
OMG! Með bullandi hjartslátt á titrandi fótum staulaðist ég uppað sviðinu.
Hann kom fram á brúnina og beygði sig niður til mín.
Hann vildi að ég kæmi nær, sem ég gerði. Kræst, hvað næst?
"Þú flaggar" sagðann og blikkaði mig.
Ég hélt ég myndi deyja.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.9.2008 kl. 23:53
Ef þú hefðir sagt þessa sögu einhverntímann fyrr þá hefði ég getað spurt Harald út í þetta...
GK
Mótormynd, 22.9.2008 kl. 01:05
mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:32
Ó Helga. En hann kallaði á þig, samt sem áður.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.9.2008 kl. 19:44
Ég held að ég hafi ekki farið á borgina eftir þetta. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:15
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.