Manstu þegar Harald G. Haralds söng á borginni?

Alltaf verður eitthvað til að gleðja mann.

Þar sem ég sat sallaróleg og horfði á "Svarta engla" í sjónvarpinu birtist Harald G.Haralds skyndilega á skjánum, líklega í hlutverki lögreglustjóra, eða það sýndist mér.

Ég skrapp aftur um 40+ ár.

Á balli á Hótel Borg stóð ungur piltur á sviðinu og söng með hljómsveitinni.

Alveg rosalega sætur strákur og söng eins og engill.

Ég var ásamt vinkonunum nokkuð stöðugt úti á dansgólfinu og gerði í því að vera sem næst sviðinu og reyna að vekja athygli gæjans. 

Gott ef hann var ekki farinn að gefa okkur auga - einhverri okkar? Eftir að einu laginu lauk stóð ég niðri á gólfinu, ekki man ég neitt við hvern ég hafði dansað, og mændi löngum augum uppá sviðið. Hann horfði á mig - og gaf mér merki um að koma.

OMG! Með bullandi hjartslátt á titrandi fótum staulaðist ég uppað sviðinu.

Hann kom fram á brúnina og beygði sig niður til mín. 

Hann vildi að ég kæmi nær, sem ég gerði. Kræst, hvað næst?

"Þú flaggar" sagðann og blikkaði mig.

Ég hélt ég myndi deyja. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Mótormynd

Ef þú hefðir sagt þessa sögu einhverntímann fyrr þá hefði ég getað spurt Harald út í þetta...


GK

Mótormynd, 22.9.2008 kl. 01:05

3 identicon

en sennilega hefur runnið af þér "ískotið"

mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó Helga. En hann kallaði á þig, samt sem áður.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.9.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég held að ég hafi ekki farið á borgina eftir þetta. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:15

6 identicon

 Hahahaha...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband