31.8.2008 | 21:41
Gengur ekki lengur
Það er eins og ég sé heimsins uppteknasta manneskja, hef engan tíma til að henda hér inn orði af og til.
Sumarið er bráðum búið. Það er einn af göllunum við þennan óralanga skóla hjá börnunum - og mér. Einhvernvegin endar sumarið þegar við komum aftur saman,samt er þá bara rúmlega hálfnaður ágúst. Ekki gott. En það er samt alltaf jafngott að koma aftur í skólann. Svo spennandi að vita: Hvað á ég að gera í vetur? Hverjir koma nýir til að vinna? Fáum við nýja krakka í bekkinn? Hver hefur stækkað mest? Endalaust eitthvað skemmtilegt og óvænt.
Ég var svo heppin að fá að vera áfram með bekknum mínum. Síðasti veturinn okkar saman, við erum í tíunda bekk. Næsta haust verð ég þess vegna algerlega í lausu lofti, gæti þess vegna lent í fyrsta bekk. En vona þó ekki krakkagreyjanna vegna, ég er löngu búin að gleyma hvernig á að umgangast svo lítil börn. Aðallega að snýta þeim og þurrka tár, minnir mig. Helst vildi ég vera unglingur að eilífu.
Spurning hvort ég ætti að reyna að fylgja félögum mínum uppí fjölbraut? Nei, ég held ekki, það er sagt að námskröfurnar þar séu meiri en við höfum vanist og þetta er nóg fyrir mig.
Við fengum líka nýja krakka í bekkinn, strák og stelpu. Óralangt síðan það gerðist síðast. Krakkarnir voru í fyrra farin að kvarta undan þessu."Aldrei gerist neitt í okkar bekk". "Enginn nýr og við þekkjumst orðið öll ógeðslega vel. Sambúðin var orðin þreytt og tilbreytingalaus fannst sumum. Vonandi lagast það núna. Samt kemur okkur öllum mjög vel saman og það er góð tilfinning að tilheyra svona hóp.
Sunnudagurinn fyrir viku var merkilegur.
Ættarmótið sem hafði verið í undirbúningi frá áramótum, var þá helgi haldið í Hlíð í Ölfusinu og tókst vel. Það endaði á sunnudeginum. Handboltalandsliðið fékk silfur í Kína á sunnudaginn. Helga Guðrún fór til Glasgow á sunnudaginn, til að vera þar í nokkra mánuði. Ég sagði henni endilega að líta í kringum sig eftir rauðhærða gæjanum sem leikur í "TAGGART". Ég man ekki hvað hann heitir, en hann á að vera þarna einhversstaðar.
Svo í vikunni kom vitlaust rok og fortjaldið við hjólhýsið í Mýrinni rústaðist.
Við tókum tætlurnar saman í dag í dúndurblíðu. Bara smá saumsprettur sem verða saumaðar í vetur. Svo tókum við upp kartöflurnar og mátti varla seinna vera. Þær voru svo stórar. Tíföld uppskera og ekkert smælki.
Svo tíndi ég hindber og sólber í skóginum í Mýrinni, reyndi líka að finna lerkisveppi, en þeir voru annaðhvort gamlir og ljótir eða þá kannski á kafi í grasi.
Svo rak ég nokkur hross úr gulrótagarðinum austur við á. Þau voru svo sólgin í gulræturnar að ég varð að ýta þeim útfyrir með handafli. Það er eitt og annað að gera í sveitinni.
Það hefur alveg fullt meira gerst, en ég bara man ekki allt í einu. Enná vakna ég í björtu. Hvernig ætli það sé í Glasgow?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhvernveginn passar þessi lýsing á " tölla" kartöflum þínum ekki við það sem svartsýnisseggurinn hann Vilberg segir um sínar kartöflur sem eru í nokkura metra fjarlægð. "þær eru bara eins og ber" sagði hann fyrir nokkru og var mjög svartsýnn á árangurinn þetta árið. Svo á nú bara eftir að koma í ljós hvað leynist undir þessum blessuðu grösum þegar það á að taka upp " með viðhöfn" um eða eftir réttir ef veður lofar
Erla einsetukona á mýrinni (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:55
Það er sól í glasgow í augnablikinu:)
mm.. ég fékk smá rifsberjasultusmakk áður en ég fór.. hefði ekki viljað missa af því, gæti étið þetta eintómt en maður verður víst að henda einhverju kexi eða brauði með
ást yfir sjóinn :*
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:00
Skemmtilega skrifað Helga.
Það er alltaf svo gaman að koma aftur til vinnu á haustin og sjá breytingarnar á börnunum. Sum þekkir maður varla aftur og önnur farin að tala heilan helling og sumt alveg óskiljanlegt
Gaman að þessu.
Kv.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:33
Taggart, já.
Og gaggó. Ég man að mér fannst eins og ég hefði verið með sumum krökkunum í bekk alla eilífðina svo ég skil krakkana. Gaman fyrir þau að fá nýja félaga.
Vonandi færð þú eins góðan bekk næta ár.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.9.2008 kl. 23:53
hey, ég vil blogg
Love :*
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.