Hvar er þessi auglýsing - ég veit um viðskiptavin

Já - ég sá það í dag með eigin augum að hér á Selfossi vantar verulega svona konur - eða bara menn - hvort sem er gerir sama gagn.

Ég var á ferð í úthverfi bæjarins og sá þá litla stúlku á bleiku hjóli. Hún hjólaði ákveðin í átt að miðbænum. Svo vildi þannig til að ég átti erindi í búð og var þar við innganginn þegar sú stutta siglir þar á fullri ferð uppað húsinu. Leggur hjólinu fyrir dyrnar og gengur inn. Nú var ég orðin verulega forvitin og leit í kringum mig eftir einhverskonar "fylgdarmanneskju", mömmu eða barnapíu eða bara einhverju. Stelpan var örugglega ekki eldri en þriggja ára, en ég sá enga mömmu. Svo elti ég hana inn í búðina. Hún gekk hiklaust að svona nammistandi sem er þarna, margar skúffur fullar af nammi. Hún tók poka, sem blessunarlega var í neðstu hillu og svo skófluna og byrjaði að moka í pokann. Allt varð það að vera úr neðstu hæð, hún náði ekki hærra. En það dugði vel og pokinn varð fljótlega vel hálfur. Svo skilaði hún skóflunni, leit aðeins á innihaldið í pokanum, virtist vel ánægð með það -og labbaði út!  Ég horfði á eftir henni. Hún tók hjólið steig á það og hjólaði sömu leið og hún áður kom. Ég fylgdist með henni yfir götur og gangbrautir, hún virtist alvön svona ferðalögum. En hún var þó á hjálpardekkjum.


mbl.is Fylgdardama býður Íslendingum þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Guðrún kom við hjá mér áðan og sagði að hún hefði fylgt dömunni heim. Sú stutta stoppaði nokkru sinnum á leiðinni og gæddi sér á gómsæti sem aldrei stóð í henni, en Guðrún fékk ekkert. Daman rataði heim sem var btw í HÓLAHVERFI! Guðrún sagði mömmunni sólarsöguna og sá þær svo í Horninu, líklega að borga frekar en að bæta á... þannig að hún fékk allavega fylgdardömu aðra leiðina .

P.s. sú litla heitir Helga, þannig að þetta uppátæki...eða þessi sjálfsbjargarviðleitni kemur mér ekki á óvart

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.8.2008 kl. 20:46

2 identicon

Hæ Helga.

Getur þú sagt mér hvað tréið í garðinum hjá mömmu og pabba heitir sem er með stóru "túttuberjunum" á á haustin?? Mamma gat ekki alveg frætt mig á því!

Kveðja
Berglind

Berglind Haf (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ef þú meinar þetta sem er í horninu við pallinn þá heitir það Úlfareynir og ég skal gefa þér eitt eða tvö ef þú kemur í heimsókn.

Ef það er eitthvað annað þá hef ég misst af að finna það. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Þetta kallar maður sjálfsbjargarviðleitni   Ákveðin ung stúlka þarna á ferð.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:14

5 identicon

Það er einmitt það!

Ég var að fá eitt sem er búið að vaxa og dafna  í stéttinni á bakvið hjá þeim. Það er farið að sá sér  sjálft!!!

Kveðja

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Dugleg sú litla.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.8.2008 kl. 19:43

7 identicon

Viltu bítta á Úlfareyni og einhverju sem ég á?

 Hún verður einhverntíma góð sú stutta!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 20:43

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þú átt hjá mér úlfareyni - manstekki - í vor.

Þú mátt fá hann þegar þú vilt- stálhraustur í potti bakvið hús. 

kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband