23.5.2008 | 21:29
Úbbs! En hvað með sólblóm?
Nú ligg ég laglega í því. Böggandi bæinn fyrir fíflaræktun en stefni svo í stórfellda furðublómaræktun sjálf.
Í vetur þegar snjórinn var hvað mestur fór ég í "Evróprís" og keypti fjóra stóra poka að sólblómafræi. Þessu stráði ég svo yfir skaflana hér á bak við húsið og auðnutittlingarnir komu fagnandi í mat á hverjum degi. Þeim fjölgaði stöðugt og þeir eru hér enn. Fræin hurfu stundum í snjó en ég bætti þá bara á. Svo fór að hlána og grasið að vaxa, en ofaní sverðinum var, og er enn, fullt af fræjum.
Nú tek ég eftir því að það eru að koma upp sólblóm um alla lóð. Ekkert smá, og aldeilis verður gaman þegar þau blómstra öll í júlí. Ég hef séð sólblómaakra í útlöndum, það er flott, og ég veit að af þeim ökrum kemur sólblómaolía. Ég þarf held ég ekkert að kaupa sumarblóm í þetta sinn og kannski verður bráðum óþarfi að flytja inn þessa olíu.
En hvort þau sá sér eins og fíflarir veit ég ekki, það verður seinni tíma vandi, minn - og kannski nágrannanna?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jahérna... hef keypt sólblóm en þau hafa ekki enst mér.....svo þá kaupi ég bara fræ næst
Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 21:37
Nú fer ég bara og kaupi líka sólbómafræ.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2008 kl. 13:00
Ég kannast við þetta vandamál með „fuglafræið" (sem á að vera fræ handa fuglum að éta, ekki til að vaxa upp af). Keypti þetta veturinn eftir að við hættum að vera með ketti, til þess eins að við vorum allt næsta sumar að uppræta einhvern ókennilegan gróður út um alla lóð. Því fuglarnir vildu ekki éta þennan fjanda, voru hins vega meira en sólgnir í það sem til var eftir að kattamat og við sáðum óspart hér út á skaflana.
En þetta með fíflaskap sveitarfélagsins: Það er ekki nóg að fíflaræktun á vegum bæjarfélagsins hér í Mosó sé með afbrigðum útbreidd og vel heppnuð, heldur er njólarækt stunduð af engu minni móði. Og eitthvað sem einhvern tíma var kallað „rabbabarabróðir" þó ég efist um skyldleikann við rabbabara.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 24.5.2008 kl. 14:46
ooo sólblóm eru ein af flottustu blómum sem til eru. Ég keypti mér sólblóm í potti í fyrra sumar en það lifði í viku og visnaði þá bara upp og dó
Ef vel tekst til hjá þér þá reyni ég þetta næst Helga. Kv.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.