Það gerðist líka á Íslandi

 Það erörugglega ekkert óvenjulegt að gleyma einum og einum krakka hér og þar.

Einu sinni, fyrir tíma farsímanna, gleymdist stúlkubarn í Fossnesti. Hún var reyndar komin það á legg að við þurftum hvorki að gefa henni pela eða skipta á henni. Það eina sem  hægt var að gera var að halda henni uppi á snakki og dæla í hana sætindum og gosi og óska þess svo að foreldrarnir uppgötvuðu tjónið áður en komið væri á Klaustur.  

Þau voru komin að Seljalandsfossi þegar upp komst. Greyin urðu að snúa við og leita í öllum sjoppum sem þau höfðu komið í á leiðinni, og fundu hana loks í góðu yfirlæti hjá okkur. Mig minnir að þau hafi gleymt að þakka fyrir allt nammið. 


mbl.is Gleymdu barninu á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það hefur nú verið uppi fótur og fit þegar fjölskyldan áttaði sig á þessu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.5.2008 kl. 20:39

2 identicon

Minnir mig á söguna af því þegar Guðfinna frænka gleymdist...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Josiha

OMG!

Josiha, 13.5.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Halla Rut

Þekki einmitt einn sem gleymdi konunni sinni í Staðarskála en hún var sofandi afturí þegar hann lagði að. Hann fór inn og hún stuttu seinna. Hann fór svo inní bíl og ók af stað. Hann fattaði konumissinn hálfa leið á afleggjaranum að Sauðarkrók en þá kom frændi konunnar blikkandi á móti honum. Hún hafði hringt í ættingja og sagt þeim frá áhugaleysi kærastans.

Trúið mér það var sagt frá þessu í brúðkaupi þeirra ári seinna. 

Halla Rut , 13.5.2008 kl. 22:54

5 identicon

Það gerðist ýmislegt í Fossnesti.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband