Vísur til að kenna smábörnum

Það vildi svo skemmtilega til að í morgun á milli svefns og vöku var ég að rifja upp vísurnar sem ég lærði fyrst af öllu.

Þar sem ég stóð á stéttinni í fjósinu í Hvammi og fylgdist með mjöltum kvöld og morgunn var ekki bara hlustað á bununa  bylja á botni fötunnar, það var farið með kveðskap og fróðleik af mörgu tagi. Sögur og fræði ýmisleg lærði ég þar.

Fjósamenn voru ólatir við að fræða mig - og stundum Solveigu frænku mína. Ég stóð þarna handan við flórinn við flestar mjaltir frá því ég var tveggja, þriggja ára til ca. átta eða tíu, svo ég kann nú eitt og annað.  Inní milli sungum við Solveig svo um Dísu í dalakofanum og dönsuðum sömbu með. Það var sérstakt skemmtiatriði viðhaft ef utanaðkomandi hjálpuðu til við mjaltirnar. Heimamenn voru fyrir löngu búnir að fá leið á því.

En það voru vísurnar. Ég held ég hafi alveg "gleymt" að kenna börnunum mínum þær, synd og skömm, en hér læt ég þær koma sem ég heyri fyrir mér að muni áhrifamestar í munni smábarna.  

Sú fyrsta var held ég ort um Ölfusárbrúna gömlu, en ég þori ekki að segja hver það gerði, kannsi ekki rétt sem ég held.

Nú er brúin búin, bjöguð skökk og snúin,

dvergasmíði dánumanns.

Stöplar voru steyptir, stólpar niður greyptir,

alla leið til andskotans. 

 

Og ég sem mátti aldrei blótaBlush.

 

Svo eru hér tvær alveg tilvaldar í talþjálfun tveggja til þriggja ára barna. Og aldeilis ekki af verri endanum, báðar( er ég nokkuð viss um) eftir Halldór K. Laxness, sem var í sérstöku uppáhaldi þarna í fjósinu. Við fengumst aðallega við bókmenntir stórskálda, innanlands og utan.

1. Sofðu nú svínið þitt,

   svartur í augum.

  Farðu í fúla pytt,

  fullan af draugum.

 

 Og svo er hin, sem er nokkuð viðameiri.

 

2. Á morgun ó og aska hí og hæ,

 ha og uss og pú og kannski sei sei.

 Korrí ró og amen bí og bæ,

 bösl í hnasli  sýsl í rusli og þei þei.

Ég lærði líka "Bí bí og blaka" og "Dansi dansi dúkkan mín" og allt það, en það var bar heima hjá mömmu eða á Hulduhólum hjá ömmu.

Fjósakveðskapurinn var svo milku skemmtilegri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já segðu...synd og skömm!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.5.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Á morgun ó og aska er áreiðanlega eftir hkl, úr Heimsljósinu ef ég man rétt. Vísuna um brúna skakka og skælda hef ég aldri fyrr séð eða heyrt og því síður ég viti um tilefni eða höfund. -- Sofðu nú svínið þitt -- ég hélt að það væri bara gamall húsgangur og ekkert óhugsandi að ég hafi kveðið hana yfir vöggu þinni eða Arnar einhvern tíma fyrir langalöngu ef ég hef verið settur til að svæfa ykkur!

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 13.5.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197258

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband