Ferðasaga - í myndum

Nú klikkaði allt sem staðið hefur óhaggað í þrjátíu ár.

Við fórum EKKi í Vogana á föstudaginn langa. þangað höfum við farið á þessum degi svo lengi sem börnin muna - og þau eru langt frá því að vera nokkur börn lengur.

Við fórum heldur ekki í göngutúr á Hvalfjarðareyrinni, en það höfum við gert líka þennan dag efir að við höfðum ekki lengur börn í eftirdragi.

Það var allt ruglað í þetta sinn. Við fórum að vísu af stað í vesturátt og upp í Hvalfjörð, en gerðum ekki meira en að staldra við ofan við eyrina til að líta eftir sjávarhæð og öðru útliti þar, sem getur verið nokkuð misjafnt frá ári til árs.  Það var kuldalegt þar í gæmorgun.

Við héldum áfram og keyrðum Hvalfjörðinn allan. Sjoppurnar í Borgarnesi voru opnar en við keyptum þar ekki neitt. Við komumst svo alla leið í Þverárhlíðina án þess að tefjast frekar og þar vorum við í gær og nótt og fram yfir hádegi í dag.

Þar var ýmislegt fallegt og skemmtilegt að sjá. Snjórinn hefur verið þar mikill, en nú er hann á förum. Stórir skaflar fara þó seint og í lægðum og giljum er enn fullt af snjó. Allar rollur eru á gjöf, en fara út að krafsa yfir daginn og víða eru skrýtnir steinar komnir upp úr snjónum. Litlar stúlkur vilja helst ekki fara inn þegar þær eru búnar að vera úti í skóginum og finna lyktina af vorinu.

Við fórum svo hina leiðina heim, göngin og allt það. Komum við í IKEA og keyptum hnífapör 24stk. sem hvert og eitt var sérpakkað í vandaðar umbúðir og fylgdi leiðarvísir á ellefu tungumálum - ekki þó íslensku.DSCF7599DSCF7641DSCF7619DSCF7652DSCF7674DSCF7713


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Það er nú gott að það fylgdu leiðbeiningar með hnífapörunum. Ekki veitir af.

GK, 22.3.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: GK

Er ein myndin tekin við Hafravatn?

GK, 22.3.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Glöggur ertu Guðmundur - hún flæktist þarna með. En það var allt í lagi, við fórum þá leið. Það var ís á vatninu, en kannski ekki vel heldur, það voru alla vega engir að leika sér þar. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 22:51

4 identicon

Ósköp þarftu af hnífapörum?

mýrarljósið (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 197002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband