27.8.2010 | 20:56
Flottræfilsháttur sem aldrei átti rétt á sér
Alveg verður manni illt af að horfa á þetta hús spillingarinnar. Flottræfilshátturinn lekur utanaf því hvar sem litið er, ég tala nú ekki um innandyra, þar sem fossin fokdýri steypist niður eins og Öxarárfoss yfir Drekkingarhyl. Kannski er þar hylur undir, ekki veit ég, sem síst hef verið þess verðug að stíga þarna fæti. Vegna þessa þurfa nú íbúar í "borg óttans" að borga nærri jafn mikið fyrir orkuna og væru þeir búsettir á Raufarhöfn eða Stöðvarfirði- sveiattan!!!
28,5% hækkun á gjaldskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Ég skora á stjórn og stjórnendur Orkuveitunnar að skera kostnað og rekstur niður í stað þess að velta þessu bara á neytendur. Annað er bara óstjórn og hugleysi.
Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:07
Tek undir með ykkur.
Vil heyra skilaboð um stórkostlegan niðurskurð og sparnað. Eflaust verður ekki komist hjá uppsögnum en lækka má laun hressilega allt upp í 50-60% hjá helmingi starfsmanna og ekki síst þeim sem hæst laun hafa. Voru ekki 470 þúsund meðallaun fyrirtækisins. Þ'a má örugglega taka hressilega af þriðjungnum sem efst stendur.
Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:43
Hvað varð um hið velrekna fyrirtæki sem Jóhannes Zoega stjórnaði um ára tuga skeið? Það hét Hitaveita Reykjavíkur og stóð með blóma þar til hvenær?
Svo kom framsóknar kafbáturinn sem nú er mest í kafi og var höfuðsmaður orkumála hjá R. Listanum, enda með skakka sjónpípu.
Hann hafði aldrei haft eins mikið af peningum milli handana og hin skakka sjónpípa margfaldaði þann auð.
Hann trompaðist og keypti allt sem til sölu var og meira að segja getgátur um hitaveitur út um land, sem og krókalausar línur og rifin net.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.8.2010 kl. 23:13
Bara segja upp og gefa svo fáeinum kost á endurráðningu á lægri launum. Það er vel hægt að komast af með miklu minna en þarna er "gefið á garðann". Þeir sem ekki vilja taka þessháttar tilboði eru búnir að safna svo miklu af almannafé að þeir þurfa enga vinnu.
Helga R. Einarsdóttir, 27.8.2010 kl. 23:16
Er aldrei komið nóg af þessu bulli . Þeir ríku gerðir ríkari og fátæku fátakari og svo á að kenna kreppunni um allt. Við erum einfaldlega búin að fá nóg af þessum skrípaleik !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ásrún Traustadóttir (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.