"inntöku lausnarinnar"?

Hvers konar talsmáti er þetta eiginlega og hvað er verið að tala um? Kraftaverkalausn í flösku - lausn á hverju?
mbl.is MMS-lausnin skaðleg öfugt við lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

orðið lausn getur einnig átt við um vökva sem eitthvað hefur verið leyst upp í, s.s saltvatn.

Dansig (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þá hélt ég að talað væri um "upplausn", en kannski "stíg ég ekki í vitið" í þessum efnum og lausnum. Hef alla vega enga lausn á málinu svona í fljótheitum :-(

Helga R. Einarsdóttir, 12.1.2010 kl. 20:15

3 identicon

Það eina sem ég get sagt er rannsakið sjálf og ekki trúa 100% fjölmiðlum né stjórnvöldum.  Er ekki svínaflensan fullkomið dæmi?

Hér er viðtal við lækni sem er að tala um þetta MMS.

http://www.youtube.com/watch?v=Sd7R8_Z0pek

Hvernig væri að tala við þennan Jim Humble og fá sanngjarna og tvíhliða umfjöllun um málið.

Guðrún (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:25

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Helga,

Efnafræðimál.  Lausn er það þegar fast efni er leyst upp í fljótandi efni.  Kaffi með sykri í er lausn og örugglega betri bæði á bragðið og fyrir heilsuna heldur en þetta dót;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 21:03

5 identicon

Natríum klórít er meðalsterkur oxari sem notaður er til að bleikja pappír og tau. Hann er heldur virkari en bleikiklór (natríum hýpóklórít) og þar að auki er þessi lausn (28%) sterkari en klórlausnin (15%) svo af tvennu illu myndi ég frekar þræla bleikiklór í mig en þessari svokölluðu kraftaverkalausn. Hvorugt ráðlegg ég þó nokkrum manni - það er álíka skynsamlegt og að taka rottueitur til að vinna bug á hálsbólgu.

Finnbogi (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband