Færsluflokkur: Dægurmál
9.5.2007 | 16:41
Hvað varð um uxahalasúpuna?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2007 | 21:41
Draugurinn sem dó
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2007 | 21:20
Ég held við séum óttalega græn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2007 | 22:09
Hvað hef ég ekki gert?
Þessi helgi var löng og ströng og bara eitt ráð til að lýsa henni.
Gera lista:
Ég fór í óvissuferð.
Ég keypti kerti í kertasmiðju.
Ég keypti skál undir kertið í glerlistagalleríi.
Ég var fararstjóri og sagði sögur.
Ég kom á fallegt heimili í gullhreppnum.
Ég borðaði góðan mat á Kletti.
Þar fékk ég líka eitt bjórglas og lítinn snafs.
Ég var ekki í bústað í Tungunum.
Og löggan var ekki að leita að mér.
Ég fór í Bónus.
Ég þvoði þvott.
Ég fékk gesti.
Ég fór á karlakórstónleika.
Ég seldi aðgöngumiða.
Ég borðaði súpu með meiru í Hestakránni.
Og ég fékk mér þar í tvö glös.
Ég fór í hringferð um Flóann.
Ég sá fyrsta folaldið á þessu vori.
Ég kom við í Egilstaðakoti.
Og líka i Sandvík.
Ég fór í grillveislu hjá dóttur minni.
Ég fór ekki í bíó í boði xD.
Og ég hitti öll börnin og barnabörnin - nema Lalla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 20:56
Hvenær verður gestur tengdadóttir?
2.5.2007 | 21:16
Samræmdu prófin og sjálfstæðisflokkurinn
Ég geri nú reyndar ekki ráð fyrir að rekast á nokkurn yfirlýstan sjálfstæðismann í prófunum sem byrjuðu í morgun. Krakkar í tíunda bekk eru ekki farin að hafa svo miklar áhyggjur af pólitík. Kannski einhver sem gera það honum pabba sínum til geðs að lýsa stuðningi við einhvern flokk, en þessa dagana hafa þau bara um allt annað að hugsa. Það eru samræmd próf.
Á hverju vori eru þessir dagar sérstakir í skólanum. Tíundi bekkur mætir fyrir níu og kemur sér fyrir, í íþróttasalnum að þessu sinni, áður var það í stofum. Við erum allnokkur sem skiptum því með okkur að "sitja yfir" eins og það heitir, en fer nú nær því að "rölta í kringum". Nærri hundrað krakkar á einu gólfi, sitja eitt við hvert borð og líður misjafnlega vel.
Eftirlitið felst ekki eingöngu í því að passa að ekki sé farið framhjá reglum heldur engu síður í sálrænni uppörfun. Hughreystandi bros, klapp á öxl og hvetjandi augnatillit getur skipt sköpum þessa dagana. það er gaman að sjá hvað þau búa sig misjafnlega til þessarar setu. Sumar stelpurnar hafa farið í fínni fötin og jafnvel strákar líka. Þeim var sagt að taka með sér peysur ef kalt væri í salnum. Ein er í ullarsokkum upp að hnjám. Á sumum borðum situr einhver heillagripur, lítill bangsi eða dúkka.
Nestið er af ýmsu tagi. Sumir með mikið og hollt, ávexti safa og brauðsneiðar úr eldhúsinu heima. Aðrir með orkudrykki og snúða með miklu súkkulaði. Einstaka bara með smá nammi og gos. Það er allur gangur á þessu. En öll eru þau að berjast við það sama, að reyna að ljúka sómasamlega samræmda prófinu í íslensku, hvort sem þau hafa búið sig undir það af samviskusemi í allan vetur eða ekki. En við sem höfum fylgst með svona prófum í mörg ár vitum núna að það er alveg líf eftir samræmdu, hvernig sem fer. En auðvitað er alltaf gaman þegar vel gengur.
Svo var komið að kaffi hjá mér. Löngu eftir venjulegan "drekkutíma" fór ég upp í kaffistofu og uggði ekki að mér. Að vísu var þar óvenjumikið skvaldur, en ég var svöng og horfði bara á veitngarnar sem kaffikonan hafði borið á borðið af sinni víðfrægu rausn. Það var ekki fyrr en ég settist við borðið að ég áttaði mig á að þarna fór fram framboðasfundur sjálfsæðismanna. Ekki þekkti ég þetta fólk, frekar en það sem var síðast á ferð, frá einhverjum öðrum. Einhver vill kannski meina að ég hefði átt að nota tækifærið og reyna að kynnast þeim. En ég var svöng og hafði engan áhuga á öðru en mat. Ég var heldur enga stund að gleypa í mig brauðið, svo fór ég bara aftur í "yfirsetuna".
Mér datt í hug á leiðinni niður að gaman hefði verið að bjóða þessum gestum að reyna sig í íslenskuprófinu. Hvernig ætli frambjóðendur almennt kæmu út úr þeirri þrekraun?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 21:44
Ég held áfram að "bögga"bæinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 21:30
Og svo er allt sagað niður og hent á haugana
Helgin fór í framkvæmdir utanhúss. Öll árin, allt frá 1968, hefur verið plantað hér í garðinn rjám runnum og blómum og bara heilmiklu hvert ár. Nú er komið að skuldadögum. Garðurinn var orðinn svo fullur af stórvöxnum og gömlum gróðri að varla var fært hringinn í kringum húsið. Eftir helgina sér orðið bærilega til sólar og það er bara reglulega snyrtilegt út að líta.
Í þessum framkvæmdum datt mér svolítið í hug sem mér finnst að mætti skoða hjá bæjaryfirvödum. Hér í bæ er alveg óskapega gróskumikill trjágróður í lóðum. Víða er ástandið orðið eins og var hérna, engin leið að líta til veðurs vegna stórvaxinna trjáa, sér varla mun dags og nætur í skugganum af þeim. Það þarf að hvetja fólk til að taka til í görðunum sínum.
Tré sem orðin eru eldgömul eru heldur ekkert endilega falleg,og þeim líður ekki vel í þrengslum. Trjáplöntur eru lang fallegastar á meðan þær eru í vexti. En innanum í óræktinni eru tré sem alls ekki má fella. Tré sem eru hundrað ár að vaxa, sjaldgæf og dýrmæt. Þar sem lóðir skipta um eigendur er allt of mikið um það að ráðist sé í skógarhögg af sorglegustu sort. Dýrindistrén eru felld en ómerkilegu kræklurnar látnar standa.
Umhverfiskallinn hjá bænum þarf að leiðbeina fólki í svona aðgerðum. Hann þarf að auglýsa ráðgjöf við skógarhögg á vorin. Og það verður að vera ókeypis. Hann er í vinnunni hvort sem er.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 22:35
Tíkin hún Táta og Ella í Hlíð
Ég fæddist á Engi í Mosfellssveit. Þar bjuggu þá afi minn og amma, Hreiðar og Helga. Fljótlega var ég sett í kassa og flutt til byggða í Hrunamannahreppi, þar sem ég átti heima öll mín uppvaxtarár. En á hverju hausti eftir réttir, og þegar að því kom, fyrir skóla, fórum við systkinin í heimsókn til ömmu og afa, fengum að vera tvær, þrjár vikur. Þá voru réttirnar um miðjan september og skólinn byrjaði ekki fyrr en einhverntíman í októbar. Hugsið ykkur bara, þá var nú gott að vera til. Ég man ekkert eftir mér á Engi. Þegar ég fyrst man voru afi og amma flutt í Kampinn. Það var þar sem Hlíðartún er núna og þau fengu þar hús til að búa í á meðan þau byggðu á Hulduhólum. Kampurinn var yfirgefið braggasvæði frá hernum og þetta hús var aðeins veglegra en braggarnir, hafði víst verið baðhús fyrir allan kampinn og þau kölluðu það Braggakot.
Húsið á Engi stóð alveg til c.a. 2000, en var víst notað fyrir skepnur á seinni tímum. Ég man mest frá Hulduhólum. Þar var búið með kýr og kindur, einn eða tvo hesta til dráttar og svo hænurnar. Fimm eða sex ára hafði ég mest af öllu gaman af hænunum. Það var haugur af hænsnaskít í miðri girðingunni sem þær höfðu fyrir útivist alla daga og það eru til myndir af mér þar sem ég sit uppi á þessum haug og horfi á púturnar. Heilu og hálfu dagana sat ég þarna og fylgdist með þeim. Afi átti útungunarvél og ungaði út eggjum. Svo seldi hann ungana á önnur hænsnabú.
Stundum fór ég með ömmu í heimsóknir á næstu bæi. Við fórum að Bjargarstöðum og þá áttum við að leika við Bjössa. Örn bróðir hafði víst gaman af því, en mér fannst Bjössi ekkert skemmtilegur. Hjörtur(Benediktsson) var ekki fæddur þá, kannski hann hefði verið skemmtilegri? Ég vildi frekar fara að Hlíð, og þangað var nú líka svo stutt að ég gat farið það sjálf. Ella átti heima þar og hún var á svipuðum aldri og ég. Svo fórum við oft að Blikastöðum. Þar var stórbýli og konan hét Helga, alveg eins og við amma. Þar voru tveir krakkar og það var allt í lagi með þau. Kannski voru þau aðeins yngri en ég. Á Hamrafelli áttu Jóna og Óli heima, ef þau áttu einhver börn hafa þau annaðhvort verið farin eða leiðinleg. Ég fór aldrei þangað að leika. En Óli og Jóna voru góð og þau voru næstu nágrannarnir.
Nú eru Bjargarstaðir horfnir og Hamrafellið rifið. Hlíðin stendur enn, en húsin orðin nokkuð aðþrengd. Lágafellsskólinn fíni er á miðjum túnunum hans afa, þar sem hann sló og hirti heyið með hestunum sínum og tíkin Táta lék sér í kringum þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 20:46
Einmitt svona er pólitíkin
Ég er að fara heldur illa að ráði mínu, eiginlega bara með allt á hælunum. Þetta með að tala ekki um kosningar eða pólitík er runnið út í sandinn eins og hvert annað kosningaloforð. En ég bara horfði á Kastljósið, núna eins og oftar, og sá þar í hnotskurn hvernig pólitíkin á Íslandi er. Þetta hef ég löngum haldið þó ég segði það ekki upphátt.
Hvers vegna er fólkið að berjast um á hæl og hnakka til að komast á þing? Er það af hugsjónum og umhyggju fyrir landi og þjóð? Nei - ég held ekki. Ég held að það sé í flestum tilfellum af eintómri græðgi, athyglissýki og eiginhagsmunafýsn - í von um að geta hyglað sér og sínum sem mest.
Hvað kemur afgangsfólki í Reykjavíkurpólitíkinni til að endasendast landshorna á milli og troða sé á lista í héruðum sem það hefur varla komið til áður og þekkir hvorki haus né sporð á nokkrum hlut? Er það af eintómri góðmennsku? Kannski heldur það að við trúum því einhver, en ekki ég. Heldur skila ég auðu en að kjósa einhvern karl eða kerlingu sem eingöngu er þar á blaði til að nota mig og mína til að koma sér til áhrifa. Áhrifa til að gera sjálfum sér gott. Sveiattan!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar