Dæmigerðir Íslendingar

Hvað skyldi það vera sem gerir okkur svona óskaplega viss um að við getum allt?

Leiðir eru lokaðar- við förum samt.

Það er frost og rok, en við klæðum okkur eins og á sumardegi.

Það er spáð óveðri með góðum fyrirvara, við förum samt í vélsleðaferðir á jökla.

Malarvegir lokaðir vegna aurbleytu - "ooo jéppinn kemst það nú samt". 

 Við getum ekki farið eftir fyrirmælum og enginn veit betur en ég sjálf/ur.

Við erum svo endalaust vitlaus.

En ég veit að það er enginn vandi að verða úti á Fimmvörðuhálsi um hábjartan dag.

Ég var mjög hætt komin þar sjálf. 


mbl.is Krefjandi ganga að gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir taka myndir?

Ég vil fá að sjá nafn ljósmyndara undir myndunum á mbl.is.

Það eru oft flottar myndir birtar hér og það er gaman að sjá hver tekur þær.

mbl.is  kann örugglega ekkert á myndavél. 


mbl.is Hamar í úrslitin eftir sigur á Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er það við þennan enska bolta---

-- sem fær fullorðið fólk hér uppi á Íslandi til að tala og skrifa eins og það margt gerir? Fjöldamargir eru meira en fúsir til að fórna fermingarveislum með glás af góðum kökum, samveru með fjölskyldunni á sunnudegi eða góðri ferð í IKEA. Og svo í leikslok er þrasað og rifist um það hver gerði hverjum hvað og hvers vegna. Einhverjir missa jafnvel vatnið, (með tárum)og getur þá hvort sem er verið af sorg eða gleði. Og  ef einfaldur kjáni eins og ég spyr - hvers vegna allt þetta? Þá er fjandinn laus og æsingurinn hellist yfir mig með lýsingum á fávisku minni og vanþroska - og ég veit ekkert af hverju?
mbl.is United lagði Liverpool og endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Bauhaus?

Er ekki hægt að nota "Bauhaus" stórhýsið fyrir reiðhöll? Eða  einhverskonar mótorsport?
mbl.is Mest-húsið nýtt sem íþróttahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað upp á nýtt

Styrkja þetta og gefa í hitt - með sérstaka vísun til þeirra leiða sem þessi ákveðni banki býður.    "Hausaveiðar".
mbl.is Arion banki styrkir fjármálalæsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlarnir fóru hamförum -

 - í ódulinni aðdáun. Hömpuðu útrásarplebbunum takmarkalaust og gera enn. Þar mætti víða taka til. Ekkert var þá fréttnæmt nema fjallað væri um flottræfilsháttinn, og það örlar á því ennþá.
mbl.is Útrásarvíkingar vandræðalegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki hér?

Af hverju eru aldrei svona syndaviðurkenningar í dagblöðunum okkar, frá Íslendingum? Það væri miklu meira spennandi að kannast eitthvað við persónur og leikendur.

Er kannski eitthvað sammerkt með svona syndum og öðrum syndum hjá okkur - svo lengi sem þú viðurkennir ekki neitt þá kemstu upp með það? Erum við bara öll svona ótrúlega ómerkilegar manneskjur ef við fáum tækifæri til? 

 


mbl.is Meira framhjáhald í Take That
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég sem var búin að hlakka svo til

Að komast á elliheimili og endurlifa þar gömlu góðu heimavistarárin. Þegar maður þurfti ekki að taka ábyrgð á neinu nema skólabókunum og að skila sér inn á réttum tíma á kvöldin. Nú myndu sögubækur koma í stað skólabóka og ég hef engan áhuga á að flækjast úti á nóttunni. Ég ætlaðist til að  í ellinni gæti ég verið algrlega ábyrgðar og áhyggjulaus. En hér sýnist mér ætlunin önnur, ég á að elda sjálf og sjá um þvottinn og þrifin. Fæ kannski lítinn tíma fyrir lestur, blogg og búkk. Eða er kannski mögulegt að við fáum eitthvert val? Ef við konunar erum búnar að fá nóg af húshaldi, gætum við þá kannski fengið einhverja þjónustu?
mbl.is Fyrsta öldrunarheimilið sem reist verður út frá nýjum viðmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem hafa ekki stjórn á sér sjálfir --

-- verða að taka því að vera stjórnað af öðrum. Hvernig væri að taka af þeim símana líka?
mbl.is Fá ekki að skoða afþreyingarvefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú þjóðin Þorgerður?

Hættið að þrasa útaf því sem var sagt eða gert eða kannski hugsað. Svei ykkur öllum til að reyna að vinna í sameiningu að þeim málum sem brýn þörf er að leysa. Reynið rétt á meðan að sleppa því að karpa um hverjum sé að þakka eða kenna, Komið fram við hvert annað og okkur vesæla þjóðina eins og þið viljið að sé komið fram við ykkur sjálf. Þið eruð bara manneskjur sem hefur af slysni verið trúað fyrir gæfu einnar örsmárrar þjóðar. Þið eruð eiginlega ósköp ómerkilegar persónur.Og þið eruð hreint ekki í lagi - svei!
mbl.is Ríkisstjórnin verður að hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 197337

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband