"Ég á mér draum"

Alveg merkilegur fjandi - hvernig ég er.

Í hvert sinn sem ég heyri þessa ræðu, Martin Luther King tala um draumana sína 28.ágúst 1963, ég var þá bara stelpa að leika mér úti í Noregi.

Ég fer alltaf að grenja. Meira að segja núna, alein heima að þrífa ísskápinn og tárin hrynja ofaní galtóma grænmetisskúffuna.

Mikið vildi ég hafa verið þar.


Hvað með "verkfæri græðginnar"?

Fjölgaði okkur ekki einhver ósköp síðustu ár þegar útlendingar í hundraðatali þeystu til landsins til að byggja skýjaborgir sem við þóttumst of góð til að reisa sjálf - höfðum líka svo mikið að gera við að telja gróðann af þessu viljuga vinnuafli.

Vonandi sjá þeir nú sem flestir sér hag í því að flytja heim aftur frekar en að taka upp óvinsælli og minna launuð "störf" hérna hjá okkur. Við komumst alveg yfir það sjáf.

Og ég hef ekkert á móti útlendingum. Þekki margt ágætis fólk frá ýmsum heimshornum. 


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta leyndarmál?

Ekki orð í hádegisfréttum útvarps, sópað útaf forsíðu Moggans hér um leið og bloggarar fóru að tjá sig. Er þetta kannski bara engin frétt, smámál - eða plat?
mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki bara eins og hjá okkur öllum?

Allar okkar eignir eru minna virði en þær voru í fyrra, það er bara þannig.

Samt væru þeir nú alveg vísir til að hækka tryggingagjöldin á okkur greyjunum - frekar en að selja eitthvð af fasteignum í útlöndum.


mbl.is Eignir tryggingafélaganna dragast saman um rúm 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þar sat "ógæfufólkið"

Einu sinni fór ég á boltaleik í Ameríku. Þetta var svon "kýló", Boston red sox að keppa við einhverja aðra. Völlurinn var rosalega stór og stúkurnar tóku fleiri tugi þúsunda var mér sagt. Það var stéttaskipt í sæti þarna. Sumir voru í skotheldum glerbúrum, aðrir í yfirbyggðum stúkum með þægilegum sætum.  Ég var á góðum stað í þægilegu sæti með stöðuga þjónustu stráka sem gengu um með búðirnar á maganum.

Lengst í burtu undir berum himni í brennandi sólinni, var stórt svæði fullt af fólki og þaðan heyrðust stöðug köll og hvatningaróp til heimaliðsins. Þar var fólk sem mætti á völlinn fyrir málstaðinn en hafði ekki ráð á þægindum. Hverjir eru þarna? Spurði ég þann sem næst mér sat. "Það er ógæfufólkið", svaraði hann án þes að útskýra það frekar.  Átti sennilega við að ógæfan fælist í því að eiga færri dollara en aðrir.  Kannski meint í gríni.

Mér hefur undanfarið oft dottið þetta orð í hug. "Ógæfufólkið", Ég skil ekki hver gæfan er við það að fá kosningu til Alþingis - aumingja fólkið.     Ógæfufólkið.


Áttu ekki þessir þingmenn að vera í vinnunni?

Ég hef víst eitthvað misskilið.

Mér fannst ég heyra í fjölmiðlum að boðað væri til þessa fundar til þess að sýna að við eyjarskeggjar stæðum saman um þá  niðurstöðu sem yrði (kannski - loksins) til í þinghúsinu. Var Davíð ekkert spurður hvað hann væri að gera þarna?

Fréttamenn virðast ekki hafa áhuga á neinu nema leiðindum. Er þetta gert eftir fyrirmælum eða bara meðfæddur fjandi?  

"Inní þingið - til þingmanna" - Sigmundur - hvað varst þú að flækjast þarna úti?

Áttirðu ekki að vera inni  - í vinnunni? 


mbl.is Kommar, íhald og guðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsið mitt fær sömu meðferð

Það er líka verið að háþrýstiþvo húsið mitt núna.

Ekki samt af því að við höfum fengið skvettur, enda ekki staðið í neinum vafasömum viðskiptum eða útrás.

En maður finnur samt til smá samkenndar, það er bölvaður hávaði hjá okkur báðum.


mbl.is Málningu slett á hús Hjörleifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kallar nútímamaðurinn fátækt?

Er það að versla í Bónus og elda matinn heima?

Er það að fara "bara" til útlanda annað hvart ár?

Er það að eiga einn bíl sem þjónar þörfum?

Er það að fara aldrei í skíðaferðir erlendis? 

Er það að ganga í fötum án flottra merkja?

Er það að eiga tjaldvagn en ekki fellihýsi?

Er það að búa í húsi undir 200 ferm.?

Er það að eiga engan gemsa? 

Ef þessi atriði lýsa fátækt, þá er ég rosalega fátæk - en líður bara þokkalega. 

 


mbl.is Samningurinn dæmir okkur til fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar fást könnurnar?

Hvar skyldu þær fást - svona drykkjarkönnur með "icesave" merkinu á?

Einhverntíman gætu þetta orðið  merkileg ílát.


mbl.is Icesave gögn birt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197340

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband