Þá var nú bara lokað fyrir rafmagnið

Einu sinni fyrir langa löngu var  lítið til af peningum á Íslandi.

Unga fólkið sem var að byrja búskap og byggja sér hús átti yfirleitt ekki krónu.

Þá höfðu þó engir víkingar farið um landið með ránum og svívirðu, peningarnir voru bara hvergi til, allt í klúðri og aumingjaskap.

En það varð alltaf að borga.

4.220 króna vikulaun hjá K.Á. voru horfin áður en þau komust í vasann.

 Átta hundruð í húsaleigu (K.Á. leigði frumbyggjunum á meðan verið var að byggja).

Tvö þúsund og fimmhundruð uppi reikninginn sem byggingarefnið var tekið út á hjá K.Á.  Fjögurhundruð í bensín og "annað". 

Svo kom rafmagnsreikningurinn reglulega, og öll gjöldin til hreppsins eftir að húsið fór að sjást ofanjarðar. 

 Svona 3-400 krónur, sem gátu líka farið niður í 100, voru eftir fyrir fjögurra manna fjölskylduna að lifa af fram á næsta föstudag.

Þá var ekkert tiltökumál að lokað væri fyrir rafmagnið í húsunum í kring. Ekki staðið í skilum, ekkert rafmagn.

Kemur kannksi að því að það verði klippt á þessa snúru sem tengir okkur við umheiminn? 

  


mbl.is Farice í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú til að fullkomna þetta svokallaða "óðæri". En bíddu bara. Auðvitað eiga gjöld fyrir Internetið eftir að hækka um 100% og ekkert eðlilegt heimili á eftir að geta staðið undir þeim munaði að hafa internet. Frekar en annari óráðsíu sem að skilinn hefur verið eftir handa okkur og við neytendur neyðumst til að borga ef við ætlum að lifa í samtímanum.

Gunnar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:07

2 identicon

GLEÐILEGT NÝTT ÁR HELGA MÍN. VONANDI VERÐU STUÐ HJÁ YKKUR Í NÓTT!

KV

BERGLIND

Berglind haf (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk Berglind- gleðilegt nýár til þín líka.

Vitanlega verður stuð, eins og öll árin fjörutíu og eitthvað sem á undan eru gengin.

Helga R. Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 16:51

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár mín kæra.

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sömuleiðis ljósið mitt, við skulum aldeilis hafa það gott á komandi ári.

Helga R. Einarsdóttir, 3.1.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband