27.11.2009 | 20:29
Skreytingardagur í skólanum
Og bara þrjár vikur i jólafrí. Í dag skreyttu krakkarnir stofurnar sínar og höfðu gaman af.
Það var ekki hægt að kaupa neitt efni í þetta sinn. Kreppappírinn kláruðum við í fyrra, allan nema þann hvíta, svo það er mikið um drifhvítan jólasnjó í ár. Lítið um músastiga nema hjá þeim kennurum sem hafa verið svo séðir að láta rekja þá upp eftir jólin og geymt ræmurnar, sumir ár eftir ár.
Seríurnar eru farnar að ganga úr sér og einhverjir kennarar komu með seríur að heiman eða fóru og keyptu fyrir eigin reikning. Krakkarnir komu reyndar líka með að heiman, fullt af alls konar skrauti, seríum og dóti. Í einum bekknum höfðu stelpurnar komið saman um síðustu helgi og bakað flott piparkökuhús og kirkju. Foreldri kom með fallegt alvöru furutré í eina stofuna og börnin skreyttu með stjörnum og kúlum og hjörtum sem þau klipptu út úr pappír. Við eigum alveg ljósritunarpappír ennþá. Hvergi heyrði ég kvartað þó úr litlu væri að moða. Og þessi skreytingardagur var einhvernvegin notalegur, allir bara í góðu jólaskapi.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og eru ekki allir þokkalega ánægðir, þetta hljómar ágætlega í mín "eyru".
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.