Aumingja Þráinn

Ég er langt komin að lesa bókina hans Þráinns Bertelssonar. Þetta eru minningar, alveg frá frumbernsku. Mér finnst magnað hvað hann man og ekki síður vegna þess að fæstar eru minningarnar ánægjulegar. Ég hef stundum haldið að undirmeðvitundin lokaði gjarnan á það vonda. Það er alveg með ólíkindum hvernig farið var með drenginn í skólunum sem hann átti leið um. Hefði ég verið ráðskona í einhverjum þeirra vona ég bara að ég hefði staðið mig betur en þarna tíðkaðist. Ég held bara að ef ég mætti Þráni núna á götu yrði ég að taka mig á svo ég ekki faðmaði hann að mér og segði að ég skyldi vera góð við hann, þó ég vinni í skóla. En kannski væri bara allt í lagi að gera það. Hann á það skilið.

Það er orðið langt síðan ég var ráðskona í barnaskólanum á Flúðum, sennilega bara á svipuðum tíma og þessi saga segir frá. En ég held að ég hafi verið frekar góð ráðskona, alla vega í samskiptum við börnin. En ég var líka litlu eldri en þau og ekki mjög þjökuð af forræðishyggju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Æ hvað þetta var e-ð sætt hjá þér. Mér finnst að þú eigir bara að faðma hann ef þú rekst á hann. Honum þætti það bara gaman

Josiha, 7.1.2007 kl. 01:15

2 Smámynd: GK

Já, faðmaðu hann bara...

GK, 7.1.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Faðmaðu hann greyið  ég skal keyra þig heim til hans

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.1.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband