Tófan gengur laus

Í vikunni átti ég leið í Hrunamannahreppinn, þéttbýla sveit með mikilli umferð á vegum. Hjá Hrepphólum þurfti að hægja á bílnum til að aka ekki yfir svarta tófu sem skokkaði yfir malbikaða götuna. Þegar hún var komin yfir staldraði hún við í vegarkantinum og fylgdist með bílunum tveimur sem voru þarna á ferð.  Henni lá ekkert á og virtist ekkert smeyk við umferðina.

Augnablik kom upp í mér minkabaninn frá fornu fari og mér datt í hug hvort mér gæti tekist að ná kvikindinu ef ég snaraðist út úr bílnum. Vopnlaus var ég, en skottinu gæti ég kannski náð taki á og svo sveiflað henni með tilþrifum og slegið við malbikið svo bani hlytist af. Ég hugsaði þetta hratt, en var vettlingalaus svo ég hafðist ekki að. Ef svo ólíklega hefði til tekist að ég næði henni gæti hún náð að snúa sér og bíta áður en ég hefði hana á loft.   Ekki hefði mér augnablik dottið í hug að vorkenna kvikindinu meðferðina ef kaldrifjuð morðáformin hefðu náð fram að ganga, ekki aldeilis, ég hefði verið sigri hrósandi langa  lengi á eftir.

Einn dag í sumar var ég inni á afrétti, við Heiðarvatnið, án þess þó að vera í veiðihugleiðingum. Ég gekk hringinn í kringum vatnið á meðan aðrir veiddu (ekki neitt).  Ég gekk fram á tvö lambshræ tófubitin við vatnsbakkann. Greyin höfðu trúlega verið að fá sér vatnssopa og fengið þá  ófétið yfir sig aftanfrá. Geðsleg aðför það eða hitt þó heldur.

Fyrir nokkrum árum var ég ásamt fleirum á ferð í Jökulfjörðum. Gengum meðal annars í Furufjörð og vorum þar á ferðinni heilan dag. Engan fugl sáum við eða heyrðum allan tímann. Annan dag í Aðalvík sáum við reyndar eina álft sem synti þar á vatni. Það var nú  allt fuglalífið vestur þar í miðjum júlímánuði. Tófan hefur útrýmt þar öllu kviku. Svona verður líklega fuglalífið um landið allt eftir nokkur ár og hvað leggja ófétin sér til munns þegar egg og fuglar finnast ekki lengur?

Lömb voru bitin og drepin í miðri sveit í Borgarfirðinum síðasta vor, ekki bara eitt eða tvö , þau voru mörg. Og eins er það í öðrum sveitum, þessi ófögnuður er orðinn jafn algengur í heimahögum og hundarnir bændanna.

DSCF6563 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað með minkinn ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 07:18

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Minkurinn er ekkert skárri,en það er gert ráð fyrir að haldið sé áfram að halda honum í skefjum.

Helga R. Einarsdóttir, 22.11.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Afsakið - það er gert ráð fyrir að honum verði áfram haldið í skefjum.

Það pirrar mig þegar ég skrifa svona aulalega, en kann ekki ráð til að bæta það úr

Helga R. Einarsdóttir, 22.11.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Fjóla =)

já þessi dýr geta verið pirrandi.. þegar við vorum með endur og hænur í sveitinni komst allavega 2x minkur inn í búið.. þarf ég að segja meira?

Fjóla =), 23.11.2009 kl. 15:16

5 identicon

Þetta eru meiri lýsingarnar hjá þér, frú mín góð.

Morð...... berja við malbikaða götuna og fl. Hrollvekjandi.

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Láttekki eins og þér myndi leiðast að vera með mér ljósið mitt .

Helga R. Einarsdóttir, 26.11.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband