13.11.2009 | 21:58
Þörf áminning - jákvætt blogg
Hér eftir ætla ég eingöngu að skrifa um það sem gott er og jákvætt og það er til fullt af því svo ég verð ekki í nokkrum vandræðum með efni.
Ég fékk tímabæra áminningu og tel ekkert eftir mér að reyna að bæta ráð mitt- það er jákvætt.
Veðrið í vikunni hefur verið alveg einstaklega gott og ekkert lát á því. Varla hefur það oft komið fyrir að fólk væri ekki farið að draga fram kuldagallana um miðjan nóvember.
Það er alltaf gaman í vinnunni. Góðir vinnufélagar og skemmtilegir krakkar.
Engir árekstrar eða leiðindi alla vikuna.
Ég er samferða ungum manni í vinnuna flesta morgna. Stundum hleypur hann mig uppi og stundum næ ég honum með lengri skrefum. Í morgun var hann langt á undan mér þegar hann varð var við mig á eftir sér. Hann sneri þá við og hljóp á móti mér svo við gætum spjallað saman lengur. í þetta sinn um lyfjaiðnaðinn og hvernig tannburstar eru búnir til. Ég vissi ekki áður að fyrstu pillurnar voru búnar til ein og ein í einu með höndunum einum.
Það var sund í morgun og ég fór í útiklefann. Vindurinn næddi í gegn, en það var ekki kalt. Það var eiginlega bara þurrkur þarna inni, sem kom sér vel, sparnaður á handklæðinu í kreppunni .
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.