Þeir urðu úti á Skorarheiði

Ég er enn að lesa. Á meðan ég las Ólafíu á stofuborðinu var ég með "Annað tækifæri" eftir Mary Higgins í rúminu. Hún er búin líka, var ágæt "í rúmi" en skilur ekki mikið eftir.       Nú er ég byrjuð á "Einhverskonar ég" eftir Þráinn Bertelsson. Þessar tvær eru báðar útgefnar fyrir einhverjum árum, en voru ólesnar hjá mér.  Þegar ég var að lesa um hana Rögnu á Laugabóli um daginn vissi ég ekki það sem ég veit núna, að hún er frænka mín.   Það hlaut að vera þar sem ættin hennar hefur búið þarna lengi og hann langafi minn átti þar heima lítill drengur. Í þessari bók um Rögnu er sagt frá eilífum áföllum ömmu hennar, Friðrikku, sem missti mennina sína hvern af öðrum í skelfilegum slysum.                         

Þegar við gengum á sumardegi yfir Skorarheiði fyrir fáum árum töluðum við um mennina sem urðu þar úti skömmu eftir aldamótin fyrri. Annar þeirra var Ólafur, eiginmaður hennar Friðrikku. Þeir bjuggu á sama bæ í Hrafnfirði og höfðu farið gangandi til Furufjarðar, en urðu úti á heimleið. Við minntumst þessa þegar við vorum stödd á háheiðinni og sáum engin kennileiti vegna þoku. Ekkert okkar hafði áður farið þessa leið og við gerðum okkur vel grein fyrir því að þarna myndi ekki gott að vera á ferð í vetrarveðrum.

Ágrip af kirkjumyndasögu - sumar 2001.

...Öðru hvoru hægðum við á til að kasta mæðinni, annars gengum við þetta viðstöðulítið. Eftir brúna kemur aðalbrattinn uppá heiðarbrún og þegar þangað kom áttum við að sjá Skorarvatnð. En þar uppi var þokan þéttari en neðra svo útsýni var ekki mikið. Götunni héldum við enn og sáum vatnið litlu síðar. Skaflar við bakka sem sumir bráðna aldrei. Áfram og áfram og nú fór að halla undan, niður í Furufjörð. lengi vel sáum við þó ekki neitt, þokan allt í kringum okkur. Hér hafa menn orðið úti og ef einhversstaðar eru draugar og tröll er næsta víst að hér gætu þau unað sér vel. Það sást þó loks til vörðu á vinstri hönd og þær urðu fleiri, en gatan var ekki samferða þeim. Var nú um stund ráfað í stefnuleysi um holt og hóla til að finna götu sem fylgdi vörðunum og það endaði með að allur hópurinn  yfirgaf götuna og tók á rás á vegaleysu út með hlíðinni.  Yfir læki var stiklað á steinum og hoppað á þúfnakollum á milli. En nú sáum við greinilega niður að sjó. Við sáum líka hvar kirkjan stóð og húsið stóra þar hjá. Við mynum komast alla leið...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég þarf að lesa um Rögnu frænku.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.1.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir komuna Björgvin og vertu velkominn aftur hvenær sem er.

kv. H.R.E. 

Helga R. Einarsdóttir, 5.1.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband