2.1.2007 | 16:31
Ólafía - fleiri spurningar en svör
Ég er búin ađ lesa bókina um hana Ólafíu. Heilmikiđ afrek finnst mér. Saga ţessarar konu er merkileg um margt, en mér finnst ađ ţarna sé frekar á ferđinni saga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Sú barátta hófst fyrir fyrri aldamót og lauk svo međ stofnun og síđar andláti Kvennalistans um ţađ bil hundrađ árum síđar. Nú ţurfa konur á Íslandi ekki ađ berjast fyrir neinu?
Fyrri hluti bókarinnar snýst nćrri engöngu um ţetta. Ţorbjörg fóstra Ólafíu hefur veriđ einskonar ofurkona, sem hagađi sér eins og karlmađur í flestu. Hún hefur ekki getađ unnt Ólafíu ađ taka saman viđ strákinn Einar og á ţessum árum létu stúlkur víst oftast ađ ráđum foreldranna. Svo lengi sem sú gamla lifđi sýnist mér Ólafía hafa fariđ í flestu ađ vilja hennar og Ţorbjörg beitti henni óspart fyrir sig í baráttumálunum. Efti ađ fóstran dó og Einar var giftur á svo Ólafía ekkert hlutverk í lífinu, en finnur sér athvarf hjá Guđi og ţeim sem eru hjálpar ţurfi. Bókin hefđi mátt vera helmingi ţynnri, ţađ er útilokađ ađ lesa hana í rúminu. Mér fannst hún eiginlega meira í anda skýrslu frćđimanns en ćvisögu konu, upptalning á rćđum og fundum hefđi getađ veriđ helmingi styttri. Ég hefđi heldur viljađ lesa sagnfrćđilega skádsögu um ţessa konu.
En ţarna komst ég ađ einu sem ég vissi ekki áđur. Langafasystir mín var nunna! ţetta hefur mínum nánustu láđst ađ segja mér. Steinunn systir langafa frá Vatnshorni í Skorradal, lífsglađa vel menntađa stúlkan gekk í klaustur. Ég les nú líka á milli línanna ţar. Hún hefur ekki viljađ láta ađ vilja föđur síns ţegar kom ađ hjónabandi. Auđvitađ hefur hann ćtlađ henni ákveđinn karl alveg eins og ţegar hann útvegađi syni sínum hreppstjóradótturina af Reyđarfirđi, sem áđur hafđi veriđ send í hússtjórnarnám í Danmörku. Hvort ţađ hefur fylgt henni viđ afhendingu ađ hún hafđi veriđ send úr landi til ađ gleyma ćskuástinni, auđnuleysingjanum sinnisveika međ skáldagrillurnar efast ég um.
Svona var ţetta bara á ţessum árum. Feđurnir komu sér saman um heppileg hjónabönd, en ţau ungmenni sem ef til vill voru vel gefin, menntuđ og víđsýn létu ekki alltaf ađ stjórn. Ţađ fólk varđ ţá ađ sjá um sig sjálft og fann sér sumt óvenjulegar leiđir í lífinu.
Bókin um Ólafíu er fróđleg um margt, ekki spennandi, of löng, og ég sit uppi međ fleiri spurningar en svör. Ţađ vantar í hana sálina.
Um bloggiđ
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197657
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 20:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.