Jólin liðin og dagurinn lengist

Þó ekki sé bjart út að líta núna er það viðurkennd staðreynd að dagurinn í dag er lengri en sá í gær og enn batnar það á morgun. Þetta er það sem mér finnst best við jólin, myrkrið fer að víkja fyrir birtunni. Samt hef ég aldrei verið þjáð af því sem kallað er skammdegisþunglyndi, það er bara einhvernvegin all miklu betra í björtu.

 Í þetta sinn voru bókajól hjá mér, meiri en nokkru sinni áður held ég. Ég er búin að lesa um hana Rögnu á Laugabóli. Ragna er kona sem á ekki marga jafningja og sagan er ákflega vel skrifuð og áhugaverð í alla staði. Nú er ég byrjuð á Ólafíu, það verður þyngri róður sýnist mér, en textinn er samt vel læsilegur. Hún er bara svo rosaleg þykk, eins og reyndar margar aðrar bækur, þær hafa stækkað og fitnað umtalsvert á síðustu árum. 

Í gær fórum við í bæinn, aðeins í eina búð að skila, en svo í heimsókn að skoða jólin á Hraunteig. Á leiðinni heim var rosalega svört þoka á heiðinni, en engan sáum við þar þó í vandræðum í þetta sinn. Það fóru flestir rólega. Í Mogganum í gær var góð grein í "Velvakanda" frá góðum flóamanni, Valdimar Guðjónssyni. Hann skrifaði um það sem margir vita en fáir tala um.

Hvað hugsunarháttur umferðarráðsmanna og annarra sem eiga að fræða og reka áróður í umferðarmálum er óskaplega mikið aftan úr fornöld. Í þessum ráðum og nefndum, eins og reyndar víðar sitja gaddfreðnir karlar sem virðast hafa áhuga á því einu að hanga sem lengst í embættunum þó þeir séu löngu útbrunnir og úr sambandi við umheiminn. Eins og Valdimar sagði "hverjum dettur í hug að táningarnir sem eru að nálgast eða nýkomnir með bílpróf séu að hlusta á Gufuna"? En það er sá eini vettvangur sem "ráðin" nýta til að koma sínum boðskap á framfæri. Krakkarnir fara í bíó, þar á að sýna áhrifamiklar auglýsingar. Ef þau hlusta á útvarp, sem ég efast þó um að sé mikið, eru það bullstöðvarnar, en þar heyrist aldrei orð um hættur í umferð.  Þar á að senda út stuttar tilkynningar. Of stuttar til að þau nái að skipta um rás. 

Það verður að fá til þessara hluta ungt fólk sem krakkarnir taka mark á, og gleymið því að það séu helst einhverjir íþróttamenn, unglingarnir sem lenda í vandræðum hafa ekki  áhuga á íþróttamönnum. Það væri líka vel hægt að sýna árlega í tíunda bekk áhrifamikla filmu um afleiðingar bílslysa. Ræææs! Hreinsið til í nefndum og ráðum, það verður að koma á hugarfarsbreytingu og algerri uppstokkun í þessu forpokaða "ráðakerfi". 

Og þá gæti ég komið að Neytendasamtökunum, en læt það bíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ég var hér.

GK, 29.12.2006 kl. 01:14

2 Smámynd: Josiha

Helgu á þing!

Josiha, 29.12.2006 kl. 17:03

3 identicon

Ég tek það skýrt fram að ég er sammála öllum!

En mér finnst alltaf svo skrítið hvernig fólk veit hvað er sagt og gert á öðrum útvarpsrásum en það er að hlusta á að jafnaði.  Ekki hef ég hugmynd um það hvað þeir eru að bulla á bullstöðvunum, svo langt síðan ég stillti síðast þangað.  En þetta ráð væri örugglega vænlegt til árangurs sem hann Valdimar nefnir, en þeir geta verið með bullandi áróður þar mín vegna og ég veit að á rás tvö fer svoleiðis í loftið.  En ég vil Helgu ekki á þing! 

mýrarljósið (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband