Ég kemst innum bréfalúgu

Alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt. Í dag komst ég að því að mér eru líklega flestir vegir færir. Ég átti von á bréfi með póstinum, bréfi sem ég þurfti að fá og beið eftir. Rétt fyrir hádegið fór ég fram í forstofu og sá mér til ánægju að  pósturinn var kominn, ég þurfti ekki að bíða lengur. En þegar betur var að gáð sá ég að það höfðu orðið mistök, Sigga var líklega í fríi og einhver ókunnugur hafði borið út. Bréfin sem ég fékk voru þau sem áttu að fara í næsta hús, ekkert til mín. Nú var ég í slæmum málum, ég vissi að nágrannarnir voru ekki heima í dag og þar inni var örugglega pósturinn minn. Ég ákvað samt að skila því sem ég hafði fengið og velti því fyrir mér á leiðinni þangað hvernig ég ætti að fara að því að komast yfir það sem ég átti hjá þeim. Ég ætla ekki að lýsa því neitt frekar, en mér tókst að ná í bréfið mitt og reyndar annað til. Bæði með greinilegri áritun.

Ég vona bara að Sigga verði ekki lengi í burtu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Er þetta ekki vísir að einhverskonar innbroti?

GK, 29.12.2006 kl. 01:13

2 Smámynd: Josiha

*fliss*

Josiha, 29.12.2006 kl. 17:02

3 identicon

Þetta er sjálfbjargarviðleitni, ég hef oft gert þetta.  Ég er næstum viss um að sá sem var að bera út þennan dag hefur fattað þetta fljótlega en er bara ekki jafn flínkur að komast inn um lúgur og bjarga sér!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband