7.9.2009 | 21:36
Það styttist til vors
Nú er komið niðamyrkur og réttirnar á föstudaginn. Þegar svona er orðið áliðið hætti ég að hugsa um að haustið og veturinn séu að koma og fer að hlakka til vorsins.
Ég fletti síðunum frá plöntusölunum og leita að trjátegundum sem mig vantar og ætla að kaupa næsta vor.
Ég keypti ekki neitt í sumar, en plantaði alveg ósköpum af eigin framleiðslu í Mýrina. Og enn á ég fullt af plöntum sem þurfa að komast í jörð.
Nú er líka berjatíminn kominn. Ég er farin að safna fyrir suðurlandsskóga eins og undanfarin haust og nú er nóg til. Yllirinn er ég búin með og rétt slapp á undan þröstunum. Ég kom að einum runna um daginn þar sem mikið var af berjum, en hann var morandi af þröstum, örugglega fleiri hundruð svo allt var á iði. Eftir smá stund voru öll ber horfin.
En ég á eftir að tína af hlyn og svo smá af reyni og ýmsu öðru. Og þar á ofan get ég aldrei stillt mig þegar ég sé ber á trjám, eiginlega sama hvað það er, ég verð að tína smá og sá hjá sjálfri mér. Þess vegna á ég líka allt of mikið af alla vega trjáplöntum, en það er allt í lagi, ég get þá gefið með mér.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.