25.12.2006 | 23:26
Jólaböll fyrir fullorðna
Nú er hálfleikur hjá mér, bara ein stórfjölskylda í heimsókn á morgun og svo er hægt að snúa sér að öðru en mat og kökum. Ég hef reyndar farið hóflega í kræsingarnar, en samt getur orðið nóg af veislumat. "Allt er best í hófi" eins og alkunna er. En það er jóladagskráin utan eldhúss sem ég hef verið að hugsa um og hef nokkrar áhyggjur af.
Á árum áður þegar samkvæmislíf var í mestum blóma á Suðurlandi var alltaf fullt að gera á hverju kvöldi milli jóla og nýárs. Þegar ég var að byrja mitt útsláelsi tók ég þátt í uppfærslu leikrita í sveitinni. Á hverju hausti var byrjað svona í nóvember að æfa eitthvert leikrit undir stjórn alvöru leikstjóra. Lárus Pálsson, Jón Aðils, Helgi Skúlason, og Jón Sigurbjörnsson, eru nöfn sem Hrunamenn þekktu vel á þeim tíma. Á annan eða þriðja í jólum var svo frumsýnt og haldið ball á eftir. Þetta var líkt í sveitunum í kring. Leiksýning og svo ball, eða bara ball. En það var aldrei á tveimur stöðum í einu. þessu var svo snilldarlega fyrir komið að við gátum farið á ball hvert einasta kvöld alla vikuna. Byrjaði t.d. í Aratungu á annan, svo Flúðir, Borg, Hvoll, Hellubíó, Brautarholt eða Árnes. Áramótaball í Selfossbíó. Þangað fórum við reyndar ekki, Selfoss var ekki vinsæll staður hjá sveitamönnum.
Svo var haldið áfram eftir áramótin og endað á grímuballi í Þjórsárveri. Það var sko vit í þessu og alveg óskaplega gaman. Þetta voru alvöru böll, með góðri hljómsveit. Sennilga var þessu dreift svona skynsamlega á kvöldin til að nýta bandið sem best. Það var yfirleitt hljv.sv. Óskars Guðmundssonar á öllum stöðunum. Nú er ekkert um að vera. Krakkagreyin flækjast um göturnar, eða verða að fara í bæinn til að skemmta sér. Og svo eru þetta engar "skemmtanir" hangandi með bjórglas á yfirfullum bar.
Það veit enginn orðið hvað BALL er.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.12.2006 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.