24.12.2006 | 00:07
Jólin byrjuðu í kvöld
Hér byrja jólin á þorláksmessukvöld, þegar afmælisgestir streyma í hús og fara svo nokkru seinna heim til sín saddir og sælir. Nú voru gestir með fjölbreyttasta móti, fyrir utan fjölskylduna, ca. 20 manns, voru gestir frá Dublin á Írlandi sem ætla að eyða jólunum hér. Hann Benni kom sem sagt með konu og tengdaforeldra. Í upphafi okkar búskapar fannst mér þorláksmessa besti dagur jólanna. Þá kom pabbi alltaf í heimsókn og mátti segja að hann kæmi með jólin með sér. Hann kom snemma morguns, bar inn alla jólapakkana og fór svo með krakkana í bíltúr. Leiðin lá þá yfirleitt í Hveragerði, þar sem hann fór með þau til Palla Mikk og leyfði þeim að velja sér "fyrirframjólagjafir". Svo fór hann til Skafta og fékk þar hýjasintur. Ég fékk svo alltaf nokkrar af þeim og lærði með tímanum að búa til skreytingar eins og pabbi gerði. Þegar hann svo hafði lokið þeim útréttingum sem þurfti kom hann við til að kveðja og þá gaf hann mér alltaf stærsta seðilinn sem var í umferð hverju sinni. það kom fyrir að honum fannst seðillinn sá með verðminna móti og hafði þá tvo. Hann sagði alltaf að ég ætti að kaupa mér sokkabuxur fyrir þetta, meinti þá líklega að ég ætti að eyða því fyrir mig sjálfa. En á þeim árum kom nú fyrir að aurinn bjargaði því sem bjargað varð á síðustu metrunum fyrir jólin. En ég held þó að ég hafi alltaf keypt sokkabuxur. Svo kom auðvitað að því að ég eyddi þessu í eintóm jólaföt handa sjálfri mér. Núna fyrir jólin hefur mér stundum verið hugsað til þessara peninga þegar ég hef verið að kaupa allt mögulegt glingur sem engin þörf er á. það eru örugglega einhverjir á Íslandi í dag sem gjarnan vildu eiga svona pabba eins og ég átti.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað þetta var fallegt blogg *snökt*.
Sjáumst í hádeginu á morgun.
Josiha, 24.12.2006 kl. 01:18
Þetta var yndislegt, enginn svikinn af svona pabba! Til hamingju með afmælið í gær. Við komumst ekki fyrr en svo seint og það var gott við komum ekki, ég hefði orðið hrædd við allt þetta fólk eins og þú veist. Við komum síðar, bara eftir nokkra daga eða svo, ó kei?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 15:54
Þakka þér góð orð ljósið mitt. vonandi eigið þið gleðileg jól og eruð auðvitað velkomin hvenær sem er. Og Jóhanna mín hættu að snökta og gleðileg jól til þín líka. Sjáumst í kvöld. ammatutte.
Helga R. Einarsdóttir, 24.12.2006 kl. 16:41
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.12.2006 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.