23.8.2009 | 21:06
Motorcross
Af hverju er ekki orð um þessa íþrótt í íþróttafréttum helgarinnar á mbl.is?
Og útvarpið ætlar að vera svo vinsamlegt að sýna frá móti helgarinnar á þriðjudaskvöldið kl. 24.00. Þá verð ég löngu sofnuð og flestir krakkarnir sem verða þar sýndir í keppni ættu auðvitað að vera sofnaðir líka af því þau verða þá byrjuð í skólanum. En væntanlega láta þau sig nú hafa það að hengja haus í fyrstu tímunum frekar en að sleppa því að horfa.
Mér finnst þessari íþrótt engin virðing sýnd. Og ég er að nöldra yfir því af því hann Hákon Andrason fyrrum bekkjarfélagi minn vann keppni helgarinnar í sínum flokki og varð svo annar í samanlögðu úr keppnum sumarsins.
Til hamingju Hákon, gott hjá þér. En þetta finnst þessum íþróttanördum ekkert merkilegt. Ég meira að segja stal mynd af síðu einhvers rallýcrossklúbbs til að sýna ykkur Hákon í öðru sæti í svona dæmalaust fínni lopapeysu.( fyrirgefðu myndasmiður)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.