Í Mýrinni

Við höfum heilmikið verið í Mýrinni í sumar, enda margt sem þar er hægt að gera. Við förum oft snemma dags og erum þar allan daginn, en gistum ekkert alltaf.

Þarna þarf á hverju ári að hreinsa til í gömlum limgerðum, skógarhöggsmenn taka þá til hendinni svo um munar.  

Í anda nútímans, nýtninnar og tregafullra hugsana um það sem einu sinni var, grófum við upp gamla tjaldið í bílskúrnum.  Það var þegar við áttum eiginlega ekkert nema skuldir, hálfbyggt hús, lélegan bíl og appelsínugult tjald frá Tjaldborg á Hellu.  Það hafði ekki verið notað í nærri tuttugu ár, en var nú alveg stíheilt og varð eftirsóttur gististaður unglinga í Mýrinni.

Áður en farið var að sofa - í tjaldinu - var dansaður færeyskur dans undir kröftugum karlakórssöng. Karlakór Selfoss er nefnilega búinn að gefa út lög sem konurnar þeirra geta dansað við á konsertum.

Það var slegið  og reytt í kringum sparitrén, sem eru nú reyndar útum allt þarna og svo mörg að ég gæti með engu móti sagt hvað tegundirnar eru margar.

En  þessa þjónustu launa þau með fínum vexti, en heldur var lítil blómgun þar sem hennar var von þetta árið, eitthvað hefur líklega gerst þarna í veðurfarinu síðasta haust segja mér þeir sem vitið hafa. 

Júlía er dugleg að fara í heimsóknir til þeirra sem eru í Mýrinni hverju sinni. Oft kemur hún til ömmu og afa í Gamlagarð og í sumar oftast frekar fáklædd. Svo fer hún heim í Leynigarð þegar hún er orðin leið á okkur.

Ég fann þarna í sumar nýja tegund af einhverskonar lirfu, sem ég lét greina og er nú búin að fá að vita að heitir Skógbursti.(Myndinni hnuplaði ég af netinu, fyrirgefðu ljósmyndari) Fiðrildalirfa sem hefur unað sér við lúpínuát í Skaftafelli en er að færa sig uppá skaftið og dreifast um landið.

En ég fann líka annað sem var skemmtilegra. Pínulítið hreiður á gömlum dauðum asparstofni. Líklega eru þetta auðnutittlingar, þó ég viti það svosem ekki fyrir víst. Skemmtileg viðbót í fuglalífinu þarna. Fyrr höfum við aðallega fundið hreiður þrasta og ýmissa mófugla. Rjúpa hefur svo verið þarna flest árin, endur  - og líka einu sinni gæs.

Já það er aldeilis líflegt í Mýrinni.DSCF5328DSCF5386DSCF5450DSCF5663DSCF6155DSCF6291DSCF6596DSCF6481skogburstiDSCF6602


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk fyrir þessa skemmtilegu færslu :)  ... og myndasýningu.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.8.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband