20.8.2009 | 21:53
Sjitt Helga, fokking tan!
Væri ég ekki þaulvön samskiptum við unglinga og sé nokkuð vel kunnug málfari þeirra, hefði mér líklega brugðið við þetta ávarp. En aðdáunartónninn leyndi sér ekki og öfundin í augunum á 16 ára stráknum sem ég rakst á einn daginn. Og vissulega er þessi lýsing ekki fjarri lagi. Og hvernig á annað að vera? Dýrðarsumar með sólskinsdögum og hlýindum gerir ekkert annað en "tana" þá sem vilja þiggja.
Nú fer að koma að skýrslugerð, ferðasögum og afrekalista sumarsins. Það hefur eitt og annað drifið á dagana.
Einn föstudag í sólskini, logni og hita fórum við stöllur tvær í gönguferð. Við erum að reyna að venja okkur á að fara svona eina stutta gönguferð á sumri, bara við. Kannski er þetta svona "trúnóferð", en ég er viss um að þær eru nauðsynlegar að minnsta kosti árlega. Við gefum okkur þann tíma sem við þurfum, höfum með nesti og skoðum allt þetta smáa í náttúrunni. Þar er sko miklu meira að sjá en flesta grunar. Í þetta sinn gengum við niður með Hvítá, frá Merkurlaut að Ölvesholti. Við sáum blóm og fugla, gjótur og steina, kindur og kindagötur. Stífluna við inntak Flóaáveitunnar, heyskapinn á Brúnastöðum, gamlar tóftir og svo margt fleira. Á myndunum sem við tókum sést meira að segja eitt og annað óskiljanlegt, yfirnáttúrulegt? Hér eru fáeinar myndir, en ekki af því.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.