Og þar sat "ógæfufólkið"

Einu sinni fór ég á boltaleik í Ameríku. Þetta var svon "kýló", Boston red sox að keppa við einhverja aðra. Völlurinn var rosalega stór og stúkurnar tóku fleiri tugi þúsunda var mér sagt. Það var stéttaskipt í sæti þarna. Sumir voru í skotheldum glerbúrum, aðrir í yfirbyggðum stúkum með þægilegum sætum.  Ég var á góðum stað í þægilegu sæti með stöðuga þjónustu stráka sem gengu um með búðirnar á maganum.

Lengst í burtu undir berum himni í brennandi sólinni, var stórt svæði fullt af fólki og þaðan heyrðust stöðug köll og hvatningaróp til heimaliðsins. Þar var fólk sem mætti á völlinn fyrir málstaðinn en hafði ekki ráð á þægindum. Hverjir eru þarna? Spurði ég þann sem næst mér sat. "Það er ógæfufólkið", svaraði hann án þes að útskýra það frekar.  Átti sennilega við að ógæfan fælist í því að eiga færri dollara en aðrir.  Kannski meint í gríni.

Mér hefur undanfarið oft dottið þetta orð í hug. "Ógæfufólkið", Ég skil ekki hver gæfan er við það að fá kosningu til Alþingis - aumingja fólkið.     Ógæfufólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband