20.12.2006 | 16:53
Þegar Litla-Laxá breyttist í stórfljót
Flóð- flóð um allt land. Það hefur komið fyrir áður og ekki alltaf verið gert veður útaf því. Nú er hinsvegar allt í fári hjá ýmsum þeim sem bjarga málunum þegar vex í lækjum og ám á Suðurlandi. Fjölmiðlarnir fá nú líka ærin verkefni, en tæplega held ég þeim takist að magna flóðin upp á sama hátt og aðrar hremmingar sem herja á landsmenn. Flóð bara koma og fara eins og þau hafa gert frá upphafi. Þau ráða sér sjálf. En aldrei hef ég áður heyrt að Skeiðavegurinn lægi um Brúarhlöð og ekki þekki ég heldur þennan Auðholtsveg sem talað er um í útvarpinu. Það flæddi oft heima í Garði og þótti varla umtalsvert. Þegar áin ruddi sig á vetrum var húsið stundum umflotið með öllu og náði vatnið upp á neðri tröppuna, en aldrei fór það inn í húsið. Þegar þetta gerðist vorum við innilokuð og lágum í gluggunum rosalega spennt að fylgjast með hvaða leið klakastykkin stóru færu. Myndu þau lenda uppá túni, eða stranda í gulrótagarðinum? Öðru hvoru heyrðist dynkur þegar jaki lenti á húshorni. Pabbi gat oftast farið út - í klofháum, en aldrei var neitt gert í því að fjarlægja okkur úr húsinu. Ég er hrædd um að við hefðum brugðist illa við ef einhver alsráðandi björgunarsveit hefði komið og ætlað með okkur burt frá þessu frábæra ævintýri. Þegar svo sjatnaði í eftir einn dag eða tvo voru stærðar jakar strandaðir allt í kring, og sandur á túninu. Ég er viss um að enginn fór þó framá bætur af nokkru tagi. Jakarnir voru til að leika sér á þeim þar til þeir bráðnuðu, og sandurinn gekk niður í jarðveginn, engum til tjóns. Ef þetta gerðist fyrir jól var það jafnvel til búbótar. Pabbi braut þá ískurl úr jökunum sem lágu á blettinum, setti það í lokaðan trékassa og þar var svo jólaísinn frystur. Þetta var fyrir tíma ísskápanna.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.12.2006 kl. 23:02
Ég eftir nokkrum svona flóðum í ánni. Man eftir því að afi átti blá moskvítsin og hann komst á honum upp á hvammsveg til að hann myndi ekki skemmast og geymdi hann þar. Svo lét áinn illa í einn eða tvo daga og svo var allt í lagi á eftir. Klakarnir voru svo hálfgert skraut í garðinum hennar ömmu í þó nokkurn tíma. Í dag er borgað morðfjár fyrir að fá svona klaka nálægt fyrirtækjum og inn á allskyns sýningar. Kanski að amma hafi verið svona " trendsetter" eins og sagt er. Hver veit. Svo var það hún María sem að vann hjá ömmu sem að baðaði sig í ánni þegar að það var flóð og klakaburður. En áinn var ekki alveg komin upp að húsi þegar hún gerði það. En Ölfussáinn má nú alveg eiga það að hún var dálítið ógurleg í dag. þegar ég var upp á kambabrún og leit í átt að Eyrabakkavar vatn allstaðar fanst mér.
Erla Björg (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 18:07
Sennilega eru hreppamenn ekki ánægðir með að skeiðavegurinn skuli ná að Brúarhlöðum.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 20:16
Landafræðikunnátta fjölmiðlunga á mölinni er mjög af skornum skammti.
GK, 23.12.2006 kl. 00:33
hvað ertu að rugla Helga mín. Ég er ekki sammála þér.
kv. Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.