Hvað kallar nútímamaðurinn fátækt?

Er það að versla í Bónus og elda matinn heima?

Er það að fara "bara" til útlanda annað hvart ár?

Er það að eiga einn bíl sem þjónar þörfum?

Er það að fara aldrei í skíðaferðir erlendis? 

Er það að ganga í fötum án flottra merkja?

Er það að eiga tjaldvagn en ekki fellihýsi?

Er það að búa í húsi undir 200 ferm.?

Er það að eiga engan gemsa? 

Ef þessi atriði lýsa fátækt, þá er ég rosalega fátæk - en líður bara þokkalega. 

 


mbl.is Samningurinn dæmir okkur til fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nú auðséð af þessum pistli þínum að þú ert alls ekkert fátæk. Berst ekki mikið á en ert að horfa á fólkið fyri ofan þig í tekjuskalanum en ekki fyrir neðan.

Fyrir neðan þig eru ansi margir og fer hratt fjölgandi.

Landfari, 4.8.2009 kl. 21:22

2 identicon

Ég veit þig langar í gemsa, sama hvað þú segir!

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:22

3 identicon

Rétt hjá þér Landfari, ég er ágætlega sett og þakka fyrir það. Líka veit ég að það eru margir í landi hér sem eiga verulega bágt.En hugsaðu þér hvað margir eru villtir í "góðærisskóginum" og telja kolruglaðan lúxus til nauðþurfta. kv.

Ljósið mitt - erum við þá að tala um NOKIA?

ammatutte (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:37

4 identicon

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 14:44

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta eru góðar athugsemdir Helga.  Við eigum að temja okkur nægjusemi og hófstilltan lífsmáta.  Það vitum við sem erum alin upp í Gull-Hreppunum þar sem fólk bjó að sínu og nýtti afurðir landsins af virðingu. Vonandi er svo enn. Fátækt er afstæð en líklega vita íslendingar ekki hvað þeir hafa það gott miðað við flesta aðra, jafnvel þó við yrðum að draga verulega úr neyslu.

Það breytir því ekki að það er óþolandi ef við þurfum að láta kúga okkur til þess að borga skuldir óreiðumanna eins og einhver ágætur maður sagði.

Þorsteinn Sverrisson, 9.8.2009 kl. 16:20

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Rétt er það Þorsteinn, flest höfum við nóg með okkur.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 9.8.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband