19.12.2006 | 22:02
Dansað í allan dag
Við erum loksins komin í jólafrí, glæsilegt. Það var ekki mikið lært á þessum síðasta skóladegi. Að vísu byrjuðum við í myndmennt og þar var teiknað og litað í heila tvo tíma. Svo eftir löngu frím. áttum við að fara í stærðfræði en það varð nú bara video, Turbo maðurinn, sem krakkarnir kunnu vel að meta. Svo var komið að danssýningunni. Ég hvorki kveið fyrir eða hlakkaði til, var tilbúin að verða rosalega glöð ef vel tækist, en ekki láta það leggja mig í þunglyndi ef allt færi í vaskinn. Svoleiðis er að vinna í skóla maður verður að vera viðbúinn því versta en samt vonast eftir því besta. Sýningin hófst svo með glæsilegri innkomu, undir dynjandi "Grease" tónlist, þetta lofaði góðu. Svo hófst sýningin sjálf og gekk vel, ég hætti að hafa áhyggjur eftir fyrstu syrpu, mínir menn ætluðu víst að standa sig, alla vega virtust þeir ekki vera að undirbúa nein hryðjuverk. Þegar kom svo að því að 8. bekkur færi á gólfið var ég komin í bullandi fíling, þessi músik var eintóm snilld og til þess eins að hvetja mann til dáða. Ég segi kannski ekki að 8. bekkja strákar hafi allir verið í dúndrandi dansstuði á kanntinum, en því meir barðist ég um í twistinu til að reyna að koma þeim til. Þetta var semsagt æðislega gaman og gekk eins og í sögu. Á svona sýningum fæ ég alltaf gæsahúð öðru hvoru, hrollur og afnvel tár í auga geta fylgt með.
Nú var skólinn búinn í dag og eftir hádegið unnum við í eilífðarverkefninu "talning úr skoðanakönnun", en við vorum duglegar og lukum því snemma og fengum þá að fara heim.
Nú var líka komið að því að búast sparifötum fyrir "Litlu jólin", sem voru í kvöld.
Aftur mætt í skólann 18.30 og þá fyrst í stofujól þar sem ég sagði mínum bekk, og öðrum sem heimsótti okkur, jólasögu sem fjallar um skelfilega reynslu mína fyrir fjöldamörgum árum. Það var þegar ég tólf ára gömul kom fyrst á heimili tilvonandi eiginmnns, en þá vissi ég auðvitað ekki hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Svo skiptumst við á pökkum, en þá var farið að heyrast til hljómsveitar fyrir utan dyrnar. Þar var komin hljómsveitin "Uppþot", sem spilaði fyrir okkur í klukkutíma. Fyrst gengum við i kringum jólatréð og sungum viðeigandi lög, nokkuð hástöfum. En svo var alvöru popp- rock síðasta hálftímann, þá var ég nú reyndar sest við hliðarlínuna. Nú er komið jólafrí, ég fer samt á morgun útí skóla þar sem við starfsmenn fáum okkar litlu jól. Góðan mat í hádeginu.
Nú var skólinn búinn í dag og eftir hádegið unnum við í eilífðarverkefninu "talning úr skoðanakönnun", en við vorum duglegar og lukum því snemma og fengum þá að fara heim.
Nú var líka komið að því að búast sparifötum fyrir "Litlu jólin", sem voru í kvöld.
Aftur mætt í skólann 18.30 og þá fyrst í stofujól þar sem ég sagði mínum bekk, og öðrum sem heimsótti okkur, jólasögu sem fjallar um skelfilega reynslu mína fyrir fjöldamörgum árum. Það var þegar ég tólf ára gömul kom fyrst á heimili tilvonandi eiginmnns, en þá vissi ég auðvitað ekki hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Svo skiptumst við á pökkum, en þá var farið að heyrast til hljómsveitar fyrir utan dyrnar. Þar var komin hljómsveitin "Uppþot", sem spilaði fyrir okkur í klukkutíma. Fyrst gengum við i kringum jólatréð og sungum viðeigandi lög, nokkuð hástöfum. En svo var alvöru popp- rock síðasta hálftímann, þá var ég nú reyndar sest við hliðarlínuna. Nú er komið jólafrí, ég fer samt á morgun útí skóla þar sem við starfsmenn fáum okkar litlu jól. Góðan mat í hádeginu.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í frí,amma-twist-tutte
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.12.2006 kl. 22:54
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.12.2006 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.