Ég fór illa að ráði mínu

Ég ætlaði ekki að segja nokkrum manni frá þessu sem hér er að detta á skjá. En svo gat ég ekki þagað í kaffinu í dag og þá er eins gott að þið fáið bara að vita það líka. Eins og þið vitið er leynivinavikan nýliðin hjá okkur í skólanum.
Ég var heldur óheppin til að byrja með en fékk loks á miðvikudegi rauðvínsglas með mynd af jólasveini og fullt af súkkulaðirúsínum. Þetta var góð gjöf. Það má að vísu ekki borða sælgæti í skólanum, en ég fékk að geyma glasið hjá ritaranum og einhvernveginn tókst okkur að láta rúsínurnar hverfa á næstu dögum. Svo leið fimmtudagur og allt fram á föstudagsmorgunn. Þá fékk ég aftur gjöf, nú tvær litlar rauðvínsflöskur til að hella úr í glasið þegar rúsínurnar væru búnar, sem þær nú voru. En það er eins með rauðvín og rúsínur, hvorugt má láta sjást í þessari góðu stofnun, og í þetta sinn datt mér ekki í hug að mynda samsæri með ritaranum. Þetta varð ég að fara með heim. Við fórum svo í bíó eftir hádegið á föstudag og ég nennti ekki að burðast þangað með boka með víní og leirtaui. Ég geymdi bara gjafirnar mínar í skólanum til mánudags.
Þegar ég svo fór heim í gær setti ég allt saman í plastpoka áður en ég labbaði heim. Ég fór ekki beina leið, ég þurfti að koma við í bankanum og svo pósthúsinu til að sækja pakka sem ég hafði fengið tilkynningu um.
Ég rölti Bankaveginn sæl og glöð yfir rigningunni sem var næstum alveg búin að eyða hálkunni af stéttunum.
Ég er óskaplega ánægð með rigningu og hlýindi á þessum árstíma. Ég sveiflaði pokanum í annarri hendinni en hafði skólatöskuna á hinni öxlinni, það var að byrja að skyggja, eða hafði kannski aldrei birt? Allt í einu brá mér við - sársaukafullt glamur í gleri! Ég hafð óvart slegið pokanum utaní ljósastaur sem hallaði sér þarna út yfir gangstéttina, eða var ég bara of nærri kanntinum. Satt að segja hafði ég verið að hugsa um eitthvað allt annað en flutninga á brothættum hlutum, ég var að pæla hvað ég ætti að taka mikið út í bankanum til að eyða í jólagjafir.
Staupið fína með myndinni af jólasveininum var brotið í pokanum. Ekki þó alveg í maski, en ónothæft með öllu. Jæja skítt með það, rauðvín hefur áður verið sopið af stút og flöskurnar voru báðar heilar. Ég hélt áfram í bankann og þegar þar var komið varð ég auðvitað fyrst að fara og ná mér í númer. Nú er enginn maður með mönnum í banka nema hann hafi númer, samt var ekkert að gera. Ég tók af mér vettlingana, og þegar ég togaði þann seinni fram af fingrunum var ég svo óheppin að pokinn með víni og glerbrotum fylgdi með. Hann hrundi með átakanlegu brothljóði á grjóthart marmmaragólfið í Landsbankanum! Þegar svona hendir mann á almannafæri eru það ósjálfráð viðbrögð að líta í kringum sig, Hvað sáu þetta margir - og heyrðu. það voru blessunarlega fáir að sækja sér peninga í bankann. Ég snarbeygði mig um leið og ég skannaði umhverfið þreif upp pokann og hélt svo á honum eins og hverjum öðrum poka án þess að líta ofaní. Ég lét semsagt eins og ekkert hefði skeð, en innst inni var ég að velta því fyrir mér hvort mikið rauðvín væri að leka á glansandi gólfið í bankanum?
Það tók ekki langan tíma að fá krónurnar, furðu margar þó, og svo flýtti ég mér út og leit ekki einu sinni niður á leiðinni til að skoða rauðan lækinn sem vafalaust elti mig út á tröppurnar. Þegar út var komið gat ég kannað ástandið í pokanum. Glasið var auðvitað í maski, en flöskurnar báðar heilar. Guði sé lof, það var ekki mikið tjón. Leynivinurinn hafði sagt mér að svona glas kostaði bara 200 krónur í "Tiger", og það er ekkert nauðsynlegt að drekka rauðvín úr glasi með mynd af jólasveini.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hjúkket!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.12.2006 kl. 22:52

2 identicon

Ég frétti  eftir áreiðanlegum heimildum að þú hefðir misst poka í bankanum og jafnvel brotið eitthvað sem kom svo á daginn.  Þessi heimildamaður minn hafði ótrúlega gaman að þessu innleggi.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 20:10

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ó - ég gleymdi henni. Mátti svo sem vita að hún hefði augun á "réttum" stað.

Helga R. Einarsdóttir, 21.12.2006 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband