18.12.2006 | 22:10
Dansað í jólafrí
Í dag var generalprufa fyrir danssýninguna stóru sem verður á morgun. Oftar en ekki fara allar svona prufur í skólanum þannig fram að enginn sér nokkra von til að sýning geti tekist sæmilega. Það var eins í dag, þau eiga að vera búin að læra öll sporin og þetta er skemmtilega skipulögð sýning. En þegar svona margir krakkar koma saman í íþróttahúsinu (svona 300) þá fara þau algerlega í flækju og taka ekki eftir nokkrum fyrirmælum. Við getum lítið gert annað en að reyna að halda rónni og biðja þess í hljóði að betur takist til á morgun.
Það verður fullt hús, allir foreldrar boðnir og reyndar bara allir sem hafa gaman af að horfa á marga krakka í einu.
Við höfum líka gaman af þessu, einhvernvegin endar alltaf allt vel. Svo eru bara litlu jólin eftir, seinni partinn á morgun hjá þeim eldri en á miðvikudag í yngri bekkjunum. Svo erum við komin í jólafrí!
Það verður fullt hús, allir foreldrar boðnir og reyndar bara allir sem hafa gaman af að horfa á marga krakka í einu.
Við höfum líka gaman af þessu, einhvernvegin endar alltaf allt vel. Svo eru bara litlu jólin eftir, seinni partinn á morgun hjá þeim eldri en á miðvikudag í yngri bekkjunum. Svo erum við komin í jólafrí!
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tu tu á morgun.
Josiha, 18.12.2006 kl. 22:22
Ooohhh þessar sýningar eru æðislegar!
Ég hef nú aldrei tekið eftir flækjum á frumsýningu,kannski smá óðagoti en er annað hægt með þennan fjölda?við JKL mætum að sjálfsögðu, ÍBL á að dansa djæf
.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.12.2006 kl. 00:16
Frábær sýning,sérstaklega þegar amman tók sig til og tjúttaði eins og 15 ára unglingur...mér sýndist hún eiga í mesta basli að hemja sig
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.12.2006 kl. 16:09
Þetta heitir ekki "tjútt" dóttir góð. Það var í "twistinu" sem ég missti mig aðeins. En það var líka vegna þess að ég var að reyna að hafa áhrif á félaga mína, þeir voru ekki beint dansglaðir.
En sýningin tókst vel og var gaman eins og alltaf. Ég fæ alltaf svolitla gæsahúð í svona viðburðum.
Helga R. Einarsdóttir, 19.12.2006 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.