15.12.2006 | 21:41
Jólagjafir frá vinnuveitendum
Nú er leynivinavikunni lokið og allt pukur búið. Við fengum í dag merki í barminn þar sem við skrifuðum á nafn þess sem við höfðum reynt að gleðja í vikunni. Það kom í ljós að sá sem skyldi gleðja mig var löglega afsakaður - greyið. Hann var veikur til að byrja með en var svo vinnandi annarsstaðar eitthvað líka, svo hann átti lítið samneyti við okkar vinnustað. Gjöfin sem ég fékk í dag og falleg kveðja frá vininum varð mér alger sárabót fyrir stopular kveðjur vikunnar.
Eftir hádegið fórum við í 8. bekk í bíó að sjá "Eragon" og það var bara gaman, góður endir á erilssamri viku.
Nú er verulega farið að styttast til jóla og á hverjum degi ljúkum við einhverjum áfanga í udirbúningnum.
Það er líklega víðast orðin venja að vinnuveitendur gefi starfsfólki sínu jólagjafir. Flestir gera það vonandi af því að þá langar til að gleðja og sumir hafa meira að segja heilmikið fyrir því að vel takist til. Eins og ég hef sagt við sjálfa mig svo oft í vikunni "það er sælla að gefa en þiggja". Hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og vinnustöðum eyða yfirmenn gjarnan einu eða tveimur kvöldum saman við að pakka gjöfum starfsmanna og hafa gaman af. Svo keyra þeir glaðninginn út, stundum fjölskyldan, eða það annað fólk sem næst stendur þeim sem gefa.
Í dag varð ég vitni að alveg einstakri aðferð við jólagjafadreifingu til starfsmanna. Hjá fyrirtæki sem hefur starfsstöðvar á nokkrum stöðum, misstórar og misfjölmennar. Allnokkuð stórt fyrirtæki þó. Það var hringt á vinnustaðina frá höfuðstöðvunum og þeim sem svaraði sagt að "þið getið sótt jólagjafirnar á mánudaginn, á tiltekinn stað" Þið ráðið svo hvort þið merkið þær eða ekki, þetta er allt eins! Ekki nóg með það, síminn svaraði ekki á einum staðnum og þá var spurt hvort símsvarandi á nálægum stað gæti ekki skroppið og sagt þeim þar af þessu.
Nú vill svo til að flestir vinnustaðirnir hafa ekki bíl til umráða, en fyrirtækið stóra hefur yfir bílum að ráða, allnokkrum. Það er samt ætlast til að einstaklingar sem gætu verið á bíl í vinnunni, bara einhver, skreppi eftir þassu á bílnum sínum. Þarna vantar finnst mér allnokkuð uppá að gjafir séu gefnar af sönnum jólahug. "Æ - ég má ekkert vera að þessu þið reddið því bara sjálf". Smánarlega aulaleg og satt að sgja bara "klén" aðferð til að "gleðja" fólkið sitt. Eða er ég bara smámunasöm og stressuð í jólafárinu?
Eftir hádegið fórum við í 8. bekk í bíó að sjá "Eragon" og það var bara gaman, góður endir á erilssamri viku.
Nú er verulega farið að styttast til jóla og á hverjum degi ljúkum við einhverjum áfanga í udirbúningnum.
Það er líklega víðast orðin venja að vinnuveitendur gefi starfsfólki sínu jólagjafir. Flestir gera það vonandi af því að þá langar til að gleðja og sumir hafa meira að segja heilmikið fyrir því að vel takist til. Eins og ég hef sagt við sjálfa mig svo oft í vikunni "það er sælla að gefa en þiggja". Hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og vinnustöðum eyða yfirmenn gjarnan einu eða tveimur kvöldum saman við að pakka gjöfum starfsmanna og hafa gaman af. Svo keyra þeir glaðninginn út, stundum fjölskyldan, eða það annað fólk sem næst stendur þeim sem gefa.
Í dag varð ég vitni að alveg einstakri aðferð við jólagjafadreifingu til starfsmanna. Hjá fyrirtæki sem hefur starfsstöðvar á nokkrum stöðum, misstórar og misfjölmennar. Allnokkuð stórt fyrirtæki þó. Það var hringt á vinnustaðina frá höfuðstöðvunum og þeim sem svaraði sagt að "þið getið sótt jólagjafirnar á mánudaginn, á tiltekinn stað" Þið ráðið svo hvort þið merkið þær eða ekki, þetta er allt eins! Ekki nóg með það, síminn svaraði ekki á einum staðnum og þá var spurt hvort símsvarandi á nálægum stað gæti ekki skroppið og sagt þeim þar af þessu.
Nú vill svo til að flestir vinnustaðirnir hafa ekki bíl til umráða, en fyrirtækið stóra hefur yfir bílum að ráða, allnokkrum. Það er samt ætlast til að einstaklingar sem gætu verið á bíl í vinnunni, bara einhver, skreppi eftir þassu á bílnum sínum. Þarna vantar finnst mér allnokkuð uppá að gjafir séu gefnar af sönnum jólahug. "Æ - ég má ekkert vera að þessu þið reddið því bara sjálf". Smánarlega aulaleg og satt að sgja bara "klén" aðferð til að "gleðja" fólkið sitt. Eða er ég bara smámunasöm og stressuð í jólafárinu?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahahaha... er það sveitarfélagið sem er svona ömurlegt?
GK, 16.12.2006 kl. 23:52
Ég nefni engin nöfn - þeir vita sem eiga
Helga R. Einarsdóttir, 17.12.2006 kl. 00:15
Þekkti lyktina strax. Er ekki verið að spara? Ég myndi halda að horfa þurfi í hverja krónu eins og staðan er í dag. Króna á hvern starfsmann í 365 daga x fjögur ár er samt dropi í haf biðlaunanna. Er ekki einu sinni jólakort?
Ein alveg að fá sig sadda af þessu bæjarfélagi og vinnuveitanda.
Kristjana (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 18:23
Ég held að það sé bæði jólakort og pakki. Það virðist ekki vera sparnaðurinn sem er aðalmálið, heldur hugurinn, eða öllu heldur hugleysið sem fylgir. Starfsmenn þurfa sjálfir að hafa fyrir að nálgast gjafirnar og merkja þær.
Helga R. Einarsdóttir, 18.12.2006 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.